Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 227
Skímir
Islenzkar mælieiningar
221
steini. Verzlunartaxtinn 1619 breytir þessu ekki að öðru
en því, að mörk mæld er jöfnuð við Kaupmannahafnarpott.
Hins vegar segir 1615 í Alþingisbókum IV, bls. 269n, að mjöl-
tunna gild og góð 18 fjórðunga sé sett í þriggja vætta kaup.
Gæti þetta sýnt, að þessi íslenzka tunna væri reiknings-
stærð.
I hinum yngstu prentuðu Búalögum er enn sagt, að 20
merkur skyrs séu 5 álnir, en pundkerald 6, en 4 merkur með
þykkva hvítu alin. Þá er pundkeraldið 24 merkur, bls. 220.
Þótt katlamálsskjólunnar geti í Jónsbók, þá er búskjólan
hinn eiginlegi löggilti mælir hennar. Hún er kornmælir,
sem á að taka lþ^ fjórðung. Fjórðungurinn er skilgreindur
sem það, er gerir á vog 20 merkur rúgar, en hrista skal tvisv-
ar í keraldi og draga tré yfir. Væri þetta ílát nú til, mundi
í ljós koma, að rúmmál þess væri meira en 30 vatnsmældar
merkur. Verður síðar drepið á það atriði.
Á einum stað í Búalögum, bls. 6, 1. 193n, segir: þá 16
mjólka pundskjólu, vel 2 merkur hver, en hálfur annar fjórð-
ungur liggur á. — Klausa þessi er á spássíu handritsins, og
er vísað inn í textann. Eitthvað meira mun samt vanta í
textann, þó er bersýnilega átt við ær. Pundskjóla þessi er
þá minnst 32 merkur að lagarmáli, en hafi ærin mjólkað
21/4 mörk, verður hún 36 merkur. Hins vegar er mælirinn
miðaður við 1 lý fjórðung, þ. e. 30 merkur að þyngdarmáli.
Nánar verður vikið að þessum mælingamun í sambandi við
kornmál. Þótt búskjóla og búskjólurúm komi fyrir bls. 16 og
26 í Búalögum, þá hefur það engin áhrif á mál, því að eftir
sem áður er reiknað í fjórðungum, sem jafngilda 20 mörk-
um, nema ef vera skyldi bls. 152, þar sem pund mælis í kút
er reiknað eyrisvirði í smíðalaumnn, eins og hálfs annars
fjórðungs trog.
Jónsbók mælir og svo fyrir, að kvenaskar skuli vera 4 í
fjórðungi, hver kvenaskur því 5 merkur vegnar. Karlaskur
hins vegar lþ^ kvenaskur, eða 7}4 mörk. Er þetta sett með
tilliti til greiðslu dagkaups í fæði. Skvt. Búalögum, bls. 34,
61, 75, 192, virðist átt við vegið mál, og væri rúmmál kven-