Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 228
222
Magnús Már Lárusson
Skírnir
asksins því 6 mældar merkur, en karlasks 9 mældar merkur,
þar sem orðalagið: að liggja á (í), virðist eiga við vegið mál,
sbr. ákvæði Jónsbókar um stærð búskjólu.
Hér hefur verið reiknað, að 6 mældar merkur svari til
5 veginna marka rúgar, þ. e. 100 ltr. samsvari 831/3 kg. Þessi
tala er augsýnilega samræmingartala og gæti þvi verið nokk-
uð of há. 1 NK XXX, bls. 110, reiknar Steinnes hektólítrann
á 76 kg, en getur þess jafnframt, að þyngdin geti farið upp
í 80 kg. Þegar málið var reiknað á 13. öld, mætti gera ráð
fyrir smærra korni en nú er, vegna viðleitni síðustu aldar
að framleiða betra korn eða stærra en áður. Minni korna-
stærð leiðir hins vegar til meira magns í mæli, svo þessi
reiknaði þungi gæti þeirra hluta vegna virzt vera ekki ósenni-
legur.
1 Smástykker, bls. 187nn, eru prentaðir 2 reikningstextar
um þyngdarmál, silfurgang o. fl., sbr. Alfr. III, bls. 74.
Þar segir, að 4 jústur séu í bolla, en bollar 4 í aski. Ekki
er vist, að um íslenzkt mál sé að ræða. Þó bendir eitt til þess;
það, að líspundið er talið 24 merkur, sbr. um pundkerald
hér að framan. Þetta mál var þó véfengt af P. A. Munch og
síðar af Kálund, og telja þeir, að um villu sé að ræða, og eigi
að telja 32 merkur í pundið. Páll Vídalín rengir Björn á
Skarðsá á sama grundvelli i lögbókarskýringum sínum, bls. 7,
328 og 394 t. d., en umfram það, sem þegar er komið fram,
má benda á Crymogœa, bls. 77/86, þar sem Arngrímur lærði
segir, að 24 merkur séu í pundi.
I fornbréfasafninu koma fram jústur, jústukönnur og boll-
ar auk aska; eigi verður þó þar samt séð innbyrðis hlutfall
þessara íláta.
I réttarbótunum við Jónsbók 1305 og 1314 er lögskipað,
að Björgvinjaraskur mótmarkaður skuli vera mælir lýsis og
hunangs, og um 1573 er áréttað, að menn hafi réttar vogir,
stikur og mælikeröld, mótmarkað eftir Björgvinjaraski og
kóngsins kvarða, Alþingisbœkur I, bls. 212.
Búalög taka upp ákvæði Jónsbókar um mál og vog úr
Kaupab. 28. kap., bls. 38n, 49, 85, 103, 105n, 136n, en Björg-
vinjaraskur kemur þar hvergi fyrir.