Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 230
224
Magnús Már Lárusson
Skírnir
sbr. bls. 20, þar sem segir, að í vesturhluta Svíþjóðar og í
Norrland finnist bismarapundið talið 24 merkur, en ekki 20.
Jónsbók skilgreinir í senn rúm- og þyngdarmál, er fjórð-
ungur er settur jafn og 20 merkur vegins rúgar.
Þá er að benda á, úr hverju fjórðungur er fjórðungur.
Eigi er um fjórðung úr vætt að ræða, þvi að þegar í Grá-
gás er ákveðið, að átta fjórðungar skuli vera í vætt, en 20
merkur i fjórðungi. í DI I, bls. 31 ln, er talið, að ákvæði þetta
hafi verið sett um 1200, enda kemur 8 fjórðungavættin fram
í nýmæli í Staðarhólsbók, sbr. DI I, bls. 415, og enda fyrr,
eins og á mun bent síðar.
Ákvæði þetta er rækilegra i Jónsbók, þar sem réttur pund-
ari er þar skilgreindur svo, að 20 merkur séu í fjórðung
hvem og megi á vega, svo að rísi af fjórðungi, en eigi meira
en tvær 9 fjórðunga vættir. Annars staðar í ákvæðum henn-
ar eru notaðar 8 fjórðunga vættir, sbr. bls. 203, 217. I DI
VIII, bls. 511, er dæmt, að 9 fjórðunga vætt fiska gangi fyr-
ir hálfmörk: Eigi munu vera fleiri dæmi 9 fjórðunga vættar,
nema ef vera skyldi Alþingisbœkur IV, bls. 269, þar sem tal-
að er um mjöltunnu 18 fjórðunga.
Vætt merkir í sjálfu sér ekki annað en vogarþunga. En
alþingissamþykktirnar um 1200 um lögpundara og stikumál
benda til einhverra breytinga eða staðfestingar á mælikerfi,
þó ekki vegna verzlunar við Englendinga, og gæti þvi verið
um aðrar vættir að ræða fyrir þann tíma, og skal það at-
hugað.
Það, sem nú liggur fyrir af heimildum íslenzkum, er harla
lítið, sem eldra er en alþingissamþykktir þessar.
Fyrir fram verður að gera ráð fyrir, að rnn rúmmálsein-
ingu sé að ræða, sbr. búskjóluna, sem jafnframt er þyngdar-
málseining. Nú getur víða í Fombréfasafninu og Búalögum
mæla, mæliskatla o. s. frv., sem leiðir hugann að því, að
mælieiningin hafi verið nefnd mælir.
1 DI III er, bls. 245, máldagi kristbúsins að Uppsölmn í
Landbroti og er ársettur þar 1367, þótt eigi sé ártal það fylli-
lega ömggt. Þar segir, að kristbúið eigi tvævetran hrút eða
mæli korns. I DI I er, bls. 199, máldagi sama kristbús, ársett-