Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 232
226
Magnús Már Lárusson
Skírnir
sölvanám og þangskurð vesturfjörunnar, ef eigi kemur þari,
og svo teðja þriggja mæla land. — Af þessu virðist einsætt,
að sældingur er 3 mælar. Sældingur er þá 240 merkur vegn-
ar eða 288 merkur mældar.
Sældingur þessi, rétt eins og mælir korns, kemur fyrir
nokkrum sinnum í máldögum í Fornbréfasafninu.
DI III, 403 segir, að kirkjan í Teigi í Fljótshlíð eigi sáld
korns, eftir öðru 2 sáld koms, sbr. DI IV, 77n, en í DI IV,
108 er sagt, að Garðakirkja á Álftanesi eigi 10 sáld niður-
færð, sbr. og Reykholt I, 280, 471, 473 o. fl. Eftir venju
Norðmanna, einnig útflytjenda á hinum Atlantshafseyjun-
um, ætti mælir að vera % sálds. Því miður hefur ekki fund-
izt heimild íslenzk, sem sýnir þetta hlutfall.
Að framan hefur verið sýnt, að sældingur muni vera
3 mælar. Orðið ætti þá að vera smækkunarorð, en málið
helmingur sálds. Sáld ætti því að vera 480 merkur vegnar,
eða 576 merkur mæltar.
DI II, 377, árið 1313 í skrá frá Viðeyjarklaustri um leigu-
mála, stendur síðast þessi klausa stafrétt: At hvsaþottvm xij
aurar annars hundrads þrimalingr j jordv: sælldingur j jordv.
Skrá þessi er eigi eldri til en í afriti í Bessastaðabók um 1575.
Þrimaling ber eflaust að skilja sem þrímæling. Að hann
sé 12 aurar annars hundrads, gæti verið verð hans, a. m. k.
skal fyrst gert ráð fyrir því. Þá ætti að hafa í huga, að bæði
í heimildum 13. aldar í Fornbréfasafninu og Jónsbók eru
3 vættir mjöls eða korns taldar á við kú. Eftir því mætti
skilja þetta svo, að um kornmagn væri að ræða 192 álna
virði, eða 768 merkur vegnar.
Mælingurinn ætti þá að vera 256 merkur, mældar eða
vegnar.
Sældingur ætti þá að vera skýringarklausa seinni, þar sem
mælingurinn var þá eigi lengur notaður; klaustrið hefur
grætt á því 24 merkur mældar, sé mælingurinn mældur,
en hafi hann verið veginn, þá væri tapið 16 merkur. Ólík-
legra er, að klaustrið hafi viljandi tapað. Munur gæti einnig
legið í mismunandi markatali mældra marka, 288/256 =
1,17, 256/240 = 1,0083.