Skírnir - 01.01.1958, Síða 233
Skímir
Íslenzkar mælieiningar
227
Sé auratalið hins vegar þyngdarmál, þá ætti þrímælingur
að vera 192 aurar eða 24 merkur að þunga. En varla getur
sá þungi verið sældingur samkvæmt ofanskráðu.
Augljóst er, að um leigumála geti varla verið að ræða;
frekar um ítak, og ákvæðinu bætt aftan við leigumálaskrá.
1395 eru Húsaþóftir klausturseign og er leigumálinn 2
hundruð, sbr. DI III, 597, en á 13. öld virðast Húsaþóftir
byggðar úr Jámgerðarstöðum, DI II, 76, 245, en sérstakt býli.
DI II, 248, virðist klaustrið eiga Húsaþóftir, en skjal það er
afrit frá 17. öld og ekki ársett. Sættargerðin 1284, bls. 245—6,
hefur svipað orðalag, sem þó virðist frekar benda til þess, að
Húsaþóftir séu sjálfstæðar.
Enn er sá möguleiki, að um flatarmál sé að ræða eða
landsstærð; enn fremur gæti verið um réttindin til sáningar
að ræða .
Fornbréfasafnið getur víða um mælis land, 9 mæla land
o. fl., að auki kemur fyrir sældingsland, sbr. registur.
Mælisland kemur og fyrir i Noregi, sbr. NK XXX, 120
og 127n.
Spurning er þá næst, hvort eitthvert samband kunni að
vera á milli norskra og íslenzkra mælislanda. Steinnes reikn-
ar mælislandið 4,7 ar.
Því miður finnst engin tenging íslenzkra mælislanda við
túnvallarmál þau, er hér verður getið á eftir. Því verður að
fara aðrar leiðir.
I Búalögum er meðal dagsverka talið það að velta fjórð-
ungslandi, bls. 9, 32, 55, 70, 112, 115, 122, 160, 177, 185.
Hér virðist um landsstærð að ræða, en að velta gæti þýtt
m. a. að rista torf, heytorf, sbr. veltujörð.
Sé fyrst tekin þessi merking, þá segja Búalög, bls. 32, 55,
122, 160, að dagsverk sé að skera 180 heytorfur 7 feta lang-
ar. Bls. 9 120 torfur 7 feta; bls. 177 200 (240) 7 feta; bls.
111, 115 180 8 feta; bls. 185 180 9 feta, og bls. 217 200 (240)
8 feta. Torfan mun álnarbreið eða 2 fet. Sé reiknað með is-
lenzkri öln lengri 0,55 m, yrði fjórðungsland sama sem
190,315 fermetrar. Þetta er ekki fjórðungur úr dagsláttu,
því að hann er með alin sama sem 55 sm og faðm sama sem