Skírnir - 01.01.1958, Side 234
228
Magnús Már Lárusson
Skírnir
3*4 alin um 767 fermetrar. Sé hins vegar reiknað með styttri
öln 48 sm, yrði flatarmálið 145,2 fermetrar, en engin rök
eru til þess, að sú öln hafi verið notuð um og eftir 1500.
Sé hins vegar gert ráð fyrir, að sögnin að velta merki hið
sama og í Færeyjum í orðasambandinu: at velta tunnulendi
—, gæti það verið merki um akuryrkju. Kr. östberg, Norsk
Bonderet III, bls. 101—2, skýrir frá því, að orðasamband
þetta merki það að rista torfur, sem bornar eru af, en mykja
borin á með trékvísl, því næst eru torfurnar bornar á öf-
ugar, og er sáð korni í rótina. Verk þetta er talið dagsverk,
þegar um tunnulendi er að ræða. Tunnulendi er skilgreint
sem skiki, er gefur af sér 140 Itr. korns, og er sagt, að það
sé ferhyrndur reitur 8X8 faðmar, faðmur sama sem 2 metr-
ar, eða allt að 20X20 skref, skref sama sem 1 m, allt eftir
landgæðmn. Stærðin er þá frá 256 til 400 fermetrar. Að vísu
má gera ráð fyrir, að stærðin eigi raunverulega að vera
nokkru minni en 250 fermetrar miðað við verk.
Mælirinn hefur hér verið reiknaður 20,57372 ltr. Nú virð-
ist sú vera almenn regla, andstætt færeyska dæminu, að
reikna akurmál eftir útsæðismagni. Harðskornstunnan í Dan-
mörku virðist talin 139 ltr byggs á 55,16 ara, ari sama sem
100 ferm. Nú virðist ekki talinn mikill munur á rúg og byggi
að rúmmáli. Þá ætti mælisland að vera 8,153 ari, en fjórð-
ungsland 2,074 ari. Sældingsland ætti þá að vera 24,459 ari.
Sé hins vegar reiknað eftir þyngd mælis 17,1456 kg, verð-
ur útkoman á mælislandi 6,8 ari, fjórðungslandi 1,7 ari og
sældingslandi 20,4 ari; þá er rýmisþyngd kornsins reiknuð
jöfn vatns, en hún er nokkru minni, eins og áður hefur
verið drepið á.
Hin reiknaða tala fjórðungslands miðuð við torfristu,
190,315 ferm, er því ekki fjarri lagi enda gefur hún rýmis-
þyngdina 0,76, sbr. NK XXX, bls. 110, miðað við hlutfallið
24/20.
Miðað við harðskornsmálið danska sýnir færeyska dæmið,
að þar hafi uppskeran verið 6 þg - til 10-föld eftir landgæðum.
Jóhann Jónasson frá Öxney hefur tjáð mér, að hér hafi
fengizt 8- til 10-föld uppskera af byggi nú síðari árin, svo