Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 235
Skímir
Islenzkar mælieiningar
229
að útkoma sú er sambærileg við færeyska dæmið. Þess ber
þó að gæta, að nákvæmni gætir hér ekki, þar sem stuðzt er
við harðskornsmál danskt í færeyska dæminu.
Reiknað mál fjórðungslands eftir heytorfi, 190,315 ferm,
er ekki fjarri því að vera reitur, 7 málfaðmar á hvern kant,
eða 181,7 ferm, þegar alinin er talin 55 sm, en sá reitur
samsvarar nokkurn veginn reit, sem er 8 málfaðmar á kant,
þegar alinin er talin 48 sm, eða 180,6 ferm, og væri þá lík-
ing við færeyska málið og stangamálið norska, NK XXX,
127n. Að auki má minna á danska málið: fjórðungur sama
sem 8 faðmar í engi, sbr. NK XXX, 236.
Sé gengið út frá styttri alin Steinness, 47,4 sm, yrði flatar-
málið 176,14 ferm, þegar faðmar eru taldir 8, en 3j4 olin
í faðmi.
Eftir þessu gæti það virzt óhætt að fullyrða, að fjórðungs-
land hafi verið 1,7 ari, miðað við reiknaða stærð, og hefur
landsstærðin verið ákvörðuð eftir vegnu korni, en hagrædd
eftir hentugum hlutföllum, samanber það, er segir um dags-
sláttu hér á eftir.
En áður en haldið verður lengra, skal tekið fram, að mörk
að þyngd skiptist í 8 aura, eyrir í 3 örtuga, örtugur í 20
peninga, eins og t. d. yfirlitstextarnir í Smdstykker greina
frá. Og er hér gömul samræming þyngdarmáls og verðgildis,
sem eigi skal tekin fyrir.
Enn fremur segja textarnir, að líspund sé 24 merkur, skip-
pund 24 lispund, lest 10 skippund, en 12 lestir áhöfn. Björn
á Skarðsá hefur þekkt þessa skiptingu, en Páll Vídalín ekki,
eins og greinilega kemur fram í skýringum hans, bls. 7, 328,
394. 24 marka líspund er ráðandi vestanfjalls í Noregi og
norðan, og er hið íslenzka pund þetta, eins og þegar hefur
verið skýrt frá. Lestin verður þá 12 íslenzkar tunnur, hver
á 480 merkur.
Peningar eru í yfirlitstextum Smástykker sagðir 368400 í
lest, en ættu að vera 276480 samkvæmt ofanskráðu. Lesta-
talið í Noregi virðist breytilegt eftir vörutegund, sbr. NK
XXX, 107, en peningatala þessi gæti og byggzt á öðrum skip-
pundum, sbr. s. bls. 151, en eigi, sem Munch og Kálund