Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 236
230
Magnús Már Lárusson
Skírnir
gerðu ráð fyrir, 32 marka pundi. Líspundið austanfjalls er
sama sem 36 pundaramerkur, sbr. mjaltamálið, er nefnt
hefur verið hér á undan.
Lestin í textunum tveimur, sem sögð er 10 skippund, mynd-
ast þá af 12 480 marka tunnum íslenzkum, en það bendir
til, eins og Steinnes tekur fram, að heitin hafi myndazt
vegna skipsfarma.
DI IX, bls. 102, sbr. 381, kemur 3j4 vætt skreiðar á jarð-
arhundrað. 10 hundruð gera lest, sem þá ætti að vera 5
vættir, en 280 fjórðungar í 8 fjórðunga vættum, sama sem
5600 merkur, en það er 160 mörkum minna en textarnir í
Smastykker gera ráð fyrir. Væri fiskalestin reiknuð í 9 fjórð-
unga vættum, yrði hún 6300 merkur. Hér virðist um reikn-
ingsstærðir að ræða, en ekki þunga.
Vallarmál önnur en mælisland, fjórðungsland og sældings-
land, eru tilgreind með nákvæmum hætti í Búalögum, en
ekki ætíð mælt með sömu aðferðum eða sömu einingum.
Elzta gerðin tilgreinir 6 eyrisvelli sem vikuverk og að
stærð 6400 ferfaðma, og er eyrisvöllur þá 1066% ferfaðmur,
bls. 6, sbr. bls. 159, 184 og 215.
Bls. 25 er dagslátta sögð kölluð eyrisvöllur.
Bls. 31, sbr. 90, 110, 114, 141, 153, 159, 184 og 215, er
eyrisvöllur kallaður dagsslátta og sagður þritugur á hvern
veg horna á milli á sléttum velli eða lítt þýfðum. Hann skal
mæla með þrítugum vað, hálfþurrum, bls. 159, 184 og 215,
og leggja vaðinn niður á milli þriðju hverrar þúfu, ef hnappa-
þýfi er. Bls. 215 er bætt við: Ellegar herða á votan vaðinn,
svo að hann hrökkvi, þegar sleppt er endanum, og halda
menn það þá 30 faðma vallarmál, sem er á milli endanna.
þess fasta og lausa. Mæling þessi gerir dagsláttuna 900 fer-
faðma, en vikuverkið 5400 ferfaðma.
Munur er þá að hafa tvö misstór vikuverk. Gæti það staf-
að frá því, að notaðir hafa verið mislangir faðmar. Þegar
hefur verið sýnt, að þekkzt hafa annars vegar 7 feta faðmar
og hins vegar 8 feta faðmar á miðöldum. Hins vegar er ís-
lenzkur faðmur ætíð tilgreindur 3% alin. Hlutfallið milli 64
og 54 er mjög nálægt því að vera % og gæti það bent til