Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 237
Skimir
Islenzkar mælieiningar
231
styttri og lengri innlendra álna, er þegar hefur verið get-
ið, og samsvara þá 6 faðmar í lengri álnum 7 föðmum í
styttri álnum, sbr. bls. 159, 184 og 215n.
1 útreikningi kemur fram skekkja, er byggist á því, að
reiknað er með 3,5 álna faðmi, er að réttu lagi ætti að brúka
3 álna faðm, er lengri alin notuð, til þess að jafnlengd verði.
Bls. 153 er sagt, að hálfur annar eyrisvöllur sé í hverjum
kýrfóðursvelli, en þeir fjórir í alvelli, sem kallað er viku-
verk. Bls. 215 er alvöllur nefndur lögvöllur. Enn fremur er
sagt, að 4 alvellir eru í stakksengi, sem eftir því ætti að hafa
verið 21,600 ferfaðmar, sé eyrisvöllur 30 faðmar á kant. Hér
hefur samt orðaröðin snúizt við, og væru þá 4 stakksengi í
alvelli. Enda segir bls. 215, að stakksengi 4 eru alvöllur, 80
faðmar á hvorn veg. Það eru 6 eyrisvellir eða dagsláttur, og
kemur eyrir á að slá hvern „hér fyrir sunnan“, en 10 álnir
fyrir norðan, sbr. þó dóm 1514 í DI VIII, bls. 511. Bls. 215
er enn sagt, að stakksengi f. stakksvöll er 40 faðma mál, og
sé borið um hæl og í kápu dregið eður að mynd kringlóttur
sem stakkur. Útreiknað yrði það 5028% ferfaðmar. Orða-
skýringin er hæpin og mælingaraðferðin afbrigðileg, en er
aftur getið bls. 216, þegar flatarmál kýrfóðursvallar er skil-
greint sem 20 faðmar á hvom veg frá hæl og beri í kringl-
óttu. Gefur það 1256 feðfaðma, sem er tæplega af hinu
hringlaga stakksengi.
Bls. 159 og 184 er sagt, að stakksvöllur skuli vera áttræður
á hvom veg horna á milli. Þar skulu vera í fjórir kýrfóðurs-
vellir, fertugur á hvorn veg hver þeirra. Eru það sex eyris-
vellir. Eftir því ætti stakksvöllurinn að vera 6400 ferfaðmar,
og skvt. framanskráðu 4 stakksengi í stakksvelli. En bls. 215
er sagt, að stakksvöllur skuli vera hundrað faðma horna á
milli á hvorn veg, er gefur 10 000 ferfaðma. Er hér senni-
lega skekkja á ferðinni, nema um þvermál milli horna væri
að ræða, sem gæfi tæpan 71 faðm í hlið, eða 70,71 faðm.
Flatarmálið yrði þá 5000 ferfaðmar, sem samsvarar hinum
hringlaga stakksengjum, er að ofan getur.
Bls. 215, 34 er skýrt frá þvi, að heill völlur er 80 faðmar
á hvorn veg, en hálfvöllur 80 faðmar á lengd, 40 á breidd.