Skírnir - 01.01.1958, Síða 238
232
Magnús Már Lárusson
Skímir
Hér kemur glöggt fram, að um reiti sé að ræða. Og er 6400
faðma reiturinn nefndur lögvöllur. Hins vegar kemur fram
skekkja, þar sem segir 15 álnir (faðmar) á hvorn veg, og
átt við lögvöll. Væri hugsanlegt, að hringmál væri haft í
huga, gæfi það með radíus sama sem 15 706 V2 ferfaðm, sem
að vísu er of lítið.
önnur skilgreind landbúnaðarmál eru mælihlass, mál-
vöndull, málbandsklyf og mállaupar og málhrip.
Mælishlass er í Búalögum skilgreint að þunga 36 vættir,
en að rúmmáli í stæðu 4 álnir á hæð, breidd og lengd, hls. 9,
15, 35n, 148, 159, 181, 184 og 211. Afbrigðilegur texti er þó
bls. 15 og 211. Bls. 15 hefur afbrigðið 3*4 ahn neðanmáls,
en bls. 211 segir aukalega: málfaðmur heys á að vera 3^/2
alin á hæð og hvorn veg reikna á milli. Það kallast mælis-
hlass og reiknast fyrir hundrað. tJr því eiga að bindast fimm,
sumir segja sex, málbandsklyfjar og rekjuklyfjar að auki. —•
Hér er ekki um eiginlega skekkju að ræða. Heldur mun
mælishlass vera skilgreint sem nýuppsett hey, en málfaðmur
heys sem hey staðið, sbr. þó það, er segir um málbands-
klyf hér á eftir.
Málvöndull er í Búalögum skilgreindur, bls. 146, að standi
fjórðung, og skal sá, er mælir, hafa fyrir framan álnarlangt
kefli. Þetta ber svo að skilja, að vöndull er mældur úr stæðu
og mun hafa numið rétt rúmlega 0,22 rúmalin að meðtöld-
um rekjum, eins og síðar verður vikið að.
En málbandsklyfin er skilgreind bls. 6 í Búalögum sem
fjögra vætta klyfjar af grænni töðu og þrihristri, en 16 fjórð-
ungsvöndlar í klyf. Þess skal getið, að Páll Vídalín telur lög-
klyf vera 12 fjórðunga í lögbókarskýringum sínum, bls. 51.
f Búalögum segir enn fremur: Málbandsklyfjar eiga að binda
karlmaður og kona í því reipi, er hálfs þriðja faðms er langt
frá hvorri högld og krókur og hnesla á og tveggja handfanga
berfösulinn. Á sex hesta skal bindast úr málfaðmi og rekju,
klyfjar að auki. — Bls. 36 er hins vegar sagt, að fimm mál-
bandsklyfjar eiga að bindast úr málfaðmi og rekjuklyfjar
að auki, sbr. bls. 75, 81, 97n, 99 og 133. Bls. 99 er reipis-
lengdin talin 3^2 faðmur, sem mun vera ritvilla. Bls. 148 er