Skírnir - 01.01.1958, Síða 239
Skímir
Islenzkar mælieiningar
233
sagt, að hálfur þriðji faðmur, sé hvort tagl og dráttartagl
að auki — en silinn sé tveggja handfanga fær, sbr. bls. 148,
159, 185, 190, 211. Að auki er, bls. 148, óvissa um, hvort 5
eða 6 klyfjar eigi að bindast úr málfaðmi. Bls. 159 eru tald-
ar 5 klyfjar úr málfaðmi þeim, sem allar illskur eru af
dregnar, en ellegar skulu vera 6, sbr. bls. 185, 190 og 211.
Bls. 211 er í stað orðsins illskur sett: allar lykkjur (rekjur
og regnbarmar). — Bls. 212 segir hins vegar, að i málbands-
klyfjum séu 32 fjórðungsvöndlar, en sex klyfjar í málfaðmi.
Nú væri vert að athuga, hvort álnirnar, sem reiknaðar eru
í mælishlassi, séu þær sömu, er mynda málfaðminn.
36 vættir eru í mælishlassi að þunga, en 64 rúmálnir. Sé
reiknað, að úr málfaðmi bindist á 6 hesta eða 12 málbands-
klyfjar, en hver klyf 2 vættir, þá gerir það að þunga 24 vætt-
ir, eða 192 fjórðungsvöndla. Rúmmál málfaðms er 42,875
rúmálnir. Sé hins vegar reiknað, hvað 24 vættir eru að rúm-
máli, er 36 vættir gera 64 rúmálnir, þá fæst útkoman 42%
rúmalin. Er þá einsætt, að um sömu einingar er að ræða.
Fjórðungsvöndull verður þá y192 af því rúmmáli eða 0,22
rúmalin.
Sagt var, að sá, sem mælir, skyldi hafa fyrir framan áln-
arlangt kefli. Þetta gæti bent til, að úr stæðunni hafi verið
skorið ahn á lengd, alin á breidd og % alin á þykkt. Gæti
það bent til 20 þumlunga í alin. Nokkuð virðist taðan þung
í vigtinni, en fær samt staðizt.
Mállauparnir eru tilgreindir nálega eins. Bls. 8 er mál-
laupur talinn íslenzkrar stiku í skakkhorn á alla vegu, sbr.
bls. 18, 24, 28. Bls. 171 segir, að mállauparnir séu stikulangir
í skakkhorn. Og bls. 196 eru þeir taldir stikulangir í hvert
horn. Málhrip eru skilgreind með sama hætti, sbr. bls. 7, 188,
222. Bls. 217 eru mállaupar eða málhrip skilgreind svo, að
íslenzk alin er í skakkhorn alla vegu, en bls. 15 segir, að ný
hrip stikulöng séu hálfhrip, enda er annars staðar getið um
alhrip. Hins vegar segir bls. 170, að ný hrip stikulöng í
skakkhom séu 18 álnum, en hálfhrip 15 álnum, sbr. 222,
þar sem alhripið virðist minna en málhripið, en bls. 188 virð-
ist hálfhripið stærra en málhripið, sbr. þó bls. 7, þar sem ný