Skírnir - 01.01.1958, Page 240
234
Magnús Már Lárusson
Skírnir
hrip íslenzkrar stiku eru reiknuð á 24 álnir. Textamir eru
sem sé ósamhljóða, en það gæti m. a. stafað af mælingarugli,
eins og síðar mun rætt.
Á miðöldum er stundum getið um vaðmálamagn, er nefn-
ist spýtingur. Kemur hann fyrst fram í Lárentíusar sögu,
kap. 40. í DI V, 189, eftir yngri heimild, segir, að spýtingur
sé 5 voðir, en í heimild norskri frá 1476 um yfirgang Eng-
lendinga hér á landi, segir m. a.: sex petres burelli vulgariter
spytingh dictis, quorum quilibet sexaginta tenet ulnas. DI VI,
64. Petra er sama og enska málið stone sama sem 14 pund,
6,35 kg, er vegin er ull. Það gæti og verið þýzka málið stein
sama sem 10 þýzk pund. Danskt mál sten sama sem 21 skála-
pund er og til. Heimildin er meðmælabréf Hansakaupmanni
til handa, sem ætlar að ná rétti sínum á hendur Englend-
ingum.
Ef til vill mætti nota heimild þessa til að kanna íslenzka
mörk og alin, þar sem þyngd og lengd í heimildinni ætti
að eiga við íslenzkt vaðmál.
Hver eining er þá 1 steinn að þyngd, en þeir sex halda
eða eru 60 álnir að lengd, en sex einingar mynda einn spýt-
ing.
Nú getur verið vafamál, hvort reiknað er í enskum pund-
um avoirdupois 7000 korn, 453,6 gr, eða kaupmannapundum
7200 korn, sem gerir 466,5 gr, og virðist það 1 gr léttara
en þýzkt pund.
Til þess að gera leit auðveldari mætti fyrirfram hugsa sér
vaðmálið helmingalags eða hálfstykkis, eins og venja var
í verzlun.
Búalög, bls. 3, telja, að 20 álna vöruvoð vegi vel hálfa
sjöundu mörk og 20, en 20 álna löng helmingalagsvoð þriðj-
ung hinnar 14. álnarmerkur hins 3. fjórðungs, þ. e. 531/3 áln-
armörk.
Bls. 10 er sagt, að 10 álnir af helmingalagi eigi að vega
hálfa 7. mörk og 20 og hálfan þriðjung úr mörk betur, þ. e.
26% mörk.
Bls. 43 segir, að hálf helmingalagsvoð vegi hálfa 8. mörk
annars fjórðungs. En framhald sýnir, að um misritun fyrir