Skírnir - 01.01.1958, Síða 241
Skírnir íslenzkar mælieiningar 235
7 er að ræða, sbr. bls. 54, enn fremur sést, að helmingalags-
voð heil er 20 álna.
BIs. 64 segir, að voð vaðmáls tvítug eigi að vega 2 fjórð-
unga, 13 merkur og þriðjung úr mörk betur, sbr. bls. 3 og 10.
Bls. 18 segir, að 6V2 niörk og 20 skuli vega 20 álna löng
vöruvoð, sbr. bls. 3.
Á sömu síðu segir, að þriðjungur hinnar 14. merkur hins
3. fjórðungs skuli vega 20 álna löng helmingalagsvoð, þ. e.
531/3 mörk.
Bls. 214 segir, að tvítug voð eigi að vega 13 merkur hins
3. fjórðungs. — Munar þar I/3 úr mörk. Hins vegar segir,
að helmingalagsvoð sé 16 álnir, 3 voðir til hundraðs; bls. 3
eru 60 álnir af helmingalagsvaðmálum til hundraðs, 3 voðir
á 20 álnir hver, enda er það hið venjulega í Búalögum að
telja voð vera 20 álna langa.
Álnarmörkin (bls. 3) virðist þá vera 238,2 gr, reiknað eft-
ir ensku pundi avoirdupois, en 244,9 gr eftir ensku kaup-
mannapundi. Þetta gæti frekar bent til þess, að mörkin, sem
reiknuð er, hafi verið norsk bismaramörk sama sem 1,2
pundaramörk 257 gr.
Auðséð er, að hinar ýmsu voðir eru reiknaðar sem flatar-
málsstærðir til verðs, þegar ákveðinn þungi miðað við verð
er lagður til grundvallar, enda segir þegar bls. 3 í Búalögum,
að öll vaðmálahundruð skulu vega vætt.
Hundrað álna vöru skal vega vætt.
40 álna langt vaðmál af því vaðmáli, er metið er til hundr-
aðs, skal vera vætt; er kölluð 10 aura voð, bls. 10.
60 álna langt af helmingalagsvaðmálum, það metið er til
hundraðs, skal vera vætt.
50 álna langt af merkur vaðmáli því metið til hundraða,
skal vega vætt.
Vöruvoðin er þá einbreið, 10 aura voðin þríbreið, helm-
ingalagsvoðin eða hálfstykki tvíbreið, en merkurvoðin 2%
breið.
Heimildin sýnir, að 6 steinar eða spýtingur haldi 60 álnir.
1 steinn heldur þá 10 álnir, eða helmingalagsvoð 10 álna
löng, en tvíbreið.