Skírnir - 01.01.1958, Page 243
Skímir
Islenzkar mælieiningar
23 7
er þó hærra en það, sem hefur verið komizt að raun um áður
um lengri íslenzka öln.
Þetta gefur tilefni til að athuga, hvernig orðið stika er
notað í heimildum.
Verzlunartaxtinn 1619 er, eins og áður segir, í tveimur
gerðum. önnur er á dönsku í Lovsamling for Island I. Hin er
i Alþingisbókum IV, 1620. Þar er orðið alen notað alls staðar
í danska textanum, en í íslenzka textamun er stika höfð fyr-
ir mál á klæðum, vaðmálum, lérefti o. fl., þó ekki bls. 7 um
Hamborgarklæði, stika í afbrigði, bls. 8 um breitt og mjótt
hálfstykkisklæði, bls. 11 um Hamborgarklæði, stika í afbrigði,
s. bls. um varningsklæði. Hins vegar hefur orðið stika engin
áhrif á verð.
Verzlunartaxtinn 1619 er, eins og áður segir, í tveimur gerð-
um, þótt hann breyti þyngdar- og rúmmálseiningum.
Hér virðast stika og alin vera jafngildar einingar. Það skal
bent á mat á vondu lérefti 1643 Alþingisbækur VI, bls. 106,
þar sem segir: Og virðist oss ekki betri alin af því en dugan-
leg strigastika. — Þ. e. að léreftið var eins lélegt og strigi.
Gizur biskup Einarsson skrifar hjá sér kaup sín á álna-
vöru í utanförinni til Hamborgar og Kaupmannahafnar 1539
—40 í stikum, þótt kaupin hafi verið gerð í álnum.
I DI IX er próventubréf, þar sem nefndar eru bls. 386 12
stikur klæðis, 10 stikur lérefts. I þýðingu Jóns lögmanns Jóns-
sonar á dönsku um 1592 segir: 12 alin klede, 10 alenn ler-
eppt. —
I bréfabók Guðbrands biskups, bls. 247, segir: — 1 stykki
vamingsklæði. 28 álnir eftir hans sögn. Stikan 15 fiska.
Summa 3*4 hundrað. — Hér er stika sama sem alin, þvi að
28X15 = 420. Var þetta árið 1579.
Konungsbréf 1602 Alþingisbækur III, bls. 252, mælir svo
fyrir, að menn megi ekki tíðka aðra alin, mæli eður vigt en
rétta íslenzka alin, mæli eður vigt í kaupi og sölu. Og dómur
1589 Alþingisbœkur II, bls. 156, segir, að öll vor íslendinga
vigt og mælir og allur kaupeyrir heldur sömu lagi og að
fornu verið hefur. Það er og í samræmi við dóm 1615 Al-