Skírnir - 01.01.1958, Síða 244
238
Magnús Már Lárusson
Skírnir
þingisbœkur IV, bls. 264, að kaupmenn hafi íslenzka stiku,
tungupundara og mæli, er sýslumaður þeim setur. Enda er
það í samræmi við kaupsetningarnar eldri, sbr. Alþingisbæk-
ur I, bls.212, DI IV, 276, IX, 583, X, 587, XI, 518.
Enn má drepa á samning milli Hamborgara og Englend-
inga annars vegar og Alþingis hins vegar 1527 DI IX, 413,
þar sem íslenzkar mælieiningar eru lagðar til grundvallar
innanlands og er gengið að þvi.
Skilmálar eru þeir, að fyrir sunnan skyldi ganga hálf fjórða
vætt á vog fyrir gilt hrmdrað fiska. Á móti var játað að flytja
falslausan varning og gera gömul hálfstykkiskaup sem að
fornu, tveggja tunnu þunga í hverju hundraðs kaupi og hafa
íslenzkan pundara réttan og íslenzkar stikur, þær sem þing-
mældar væri, og réttan mæli, 30 marka áttung, tvö hundruð
marka tunnu. — Framangreind rúmmál hafa þegar komið
fram í máli þessu. — Hins vegar er það eftirtektarvert, að
um Hamborgarálnir eða aðrar álnir en íslenzkar er ekki að
ræða, enda í samræmi við kaupsetningarnar, sem til eru og
vitnað hefur verið til, ákvæði Jónsbókar, t. d. Kaupab. XI.
kap., Píningsdóm DI VI, 703, og venjur.
Séu hinar ensku tollaskýrslur athugaðar í DI XVI, 1. og 2.,
kemur í ljós, að vaðmálin innfluttu til Englands eru reikn-
uð í voðum. Þetta sýnir, að ensku kaupmennirnir kaupa eftir
íslenzku máli, eins og við mátti búast eftir kaupsetningun-
um, en samsvörun við enskt mál kemur ekki í ljós.
íslenzkar mælieiningar i lengdarmáli eiga rót sína að rekja
til alþingissamþykktar um 1200 eða litlu eftir samkvæmt
9. kap. Páls sögu biskups. Segir sagan, að þá gekk mest af
sér ranglæti manna um álnir, bæði útlenzkra og íslenzkra
manna. Þá gaf Páll biskup það ráð til, að menn skyldu hafa
stikur, þær er væru tveggja álna að lengd.
Heimildin segir fyrst það, að engin samræming innan-
lands í lengdarmáli hafði átt sér stað áður, a .m. k. verður
að gera ráð fyrir því.
Rúmmálið og um leið þyngdarmálið voru ákveðin með
katlamálsskjólunni, e. t. v. um 1100 DI I, 165, en þyngdar-