Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 246
240
Magnús Már Lárusson
Skirnir
framhaldi textans, að slíkar álnir skal mæla með stiku á við-
um og á teindu járni sem á vaðmálum eða klæðum eða lér-
eftum, þ. e. a. s. mælt er eftir sem áður í álnum.
Hins vegar segir í Grágás II, að vaðmál skulu vera stiku-
breið, en eigi mjórri, þótt nokkru síðar standi, að vaðmál
skulu tvíeln. Hér vottar fyrir ruglingi á hugtökum.
Grágás II leyfir mælingamun allt að hálfri stiku í 10 stik-
um, sem á öðrum stað er tilfært með sama hætti og í Grágás
I, að munurinn megi vera allt að öln í 20 álnum, sem er
það sama. Mælingaskekkja þessi (5%) eða meiri varðaði
fjörbaugsgarð.
Þegar kaupsetningarnar og önnur gögn nefna stikur þing-
mældar, þá er bersýnilega átt við löggilta kvarða, enda getur
pundara og mælis í sömu andránni.
I 28. kap. kaupabálks í Jónsbók er um sama að ræða,
kvarða, sem er tveggja álna að lengd, og segir: Stika skal sú, að
tvær álnar geri stiku, slíkar sem verið hafa, — þ. e. a. s. álnir.
Enda eru í þessum kapítula skilgreind hin ýmsu mæliáhöld.
Eins og að framan greinir, virðist aðeins eitt dæmi finnan-
legt, þar sem tveggja álna stiku er getið sem máls. Er það í
dómi frá 1514 DI VIII, 510, um kaup á varningi og slætti.
Hér hafa komið fram styttri og lengri íslenzkar álnir auk
Hamborgarálnar. Sú styttri hefur ávallt nefnzt öln. Hún
virðist fara úr notkun síðara hluta miðalda, vegna hins lög-
boðna máls á alin, sem er hin lengri. Sú virðist hafa verið
nefnd stika, og má hafa þar til hliðsjónar Búalög, bls. 217,
þar sem segir, að það eru málhrip eða mállaupar, að íslenzk
alin er í skakkhorn alla vegu, þar sem ella er haft orðið stika
í stað álnar. Enn fremur má álíta, að stikulögin hafi verið
sett á sínum tíma til að útrýma náttúrumálum eins og þver-
hönd, flatfingri, Búalög, bls. 109, 140, 151, þumalöln DI I,
164 o. fl.
Þegar stikulögin voru sett, var eining valin sem næst þeirri
norsku stikku 55,3 sm NK XXX, bls. 125, sem einnig reyn-
ist sem næst Gotlandsölninni 55,12—55,4 sm, er var kaup-
mannsöln bersýnilega. I máli þessu hefur verið mæld styttri