Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 252
EINAR ÓL. SVEINSSON:
SAMTÍNINGUR.
HUGDETTUR OG ÁBENDINGAR.
1.
I ianúarmánuði 1255 fóru þeir Eyjólfur Þorsteinsson og Hrafn Odds-
son að Oddi Þórarinssyni, sem sat í Geldingaholti í Skagafirði, og drápu
hann 13. janúar. Frá herferð þeirra segir Sturla Þórðarson i íslendinga-
sögu. Eftir að þeir. félagar höfðu safnað liði, gistu þeir um nótt, Eyjólfur
á Möðruvöllum, en Hrafn í Fornhaga. Dreymdi Hrafn þá draum, og
segir svo frá honum:
„Þá dreymði Hrafn um nóttina þar i Fornhaga, at hann þóttisk úti
vera, at maðr gekk at honum mikill. Hrafn þóttisk spyrja, hverr hann
væri. Hann kvazk Hpskuldr (skr. ‘Havstkulldr’) heita. Hrafn spurði:
„Hversu munu fara með oss Oddi málaferlin?“ Hann svarar: „Svá sem
glíman man fara með okkr.“ Þessi maðr rann á Hrafn, ok þóttisk hann
í fyrstunni forviða verða, en þess at fastari þóttisk hann fyrir verða sem
þeir hQfðu lengr glimt, ok HQskuldr (skr. ‘Havstkulldr’) hrQkk allt fyrir,
um þat er lauk. Þá vaknaði Hrafn ok segir Guthormi kQrt drauminn.
Guthormr mælti: „Hvárt þótti þér hann seint leiða nafnit sitt eða skjótt?"
„Víst heldr seint,“ segir Hrafn. „Þá kalla ek hann Haustskuld,"^1) segir
Guthormr, „ok munu vér nú gjalda Oddi haustskuld(2), er hann tók á
hausti Heinrek biskup ok fé Þorsteins bónda í Hvammi; ok þar hefir
hann sagt, at svá man fara með oss Oddi, sem gliman fór með ykkur.
Kann ek eigi Qðruviss at ráða þenna draum.“ „Líkliga er upp tekinn,“
segir Hrafn.“
Hér er farið eftir texta Kálunds (Sturl.3 II, 232—3), en hann fylgir
nálega alveg Króksfjarðarbók, og þær fáu leiðréttingar, sem hann gerir,
skipta engu máli, nema sú ein, að orð þau, sem merkt eru í texta mínum
U) og (2), eru tekin eftir pappirshandritum af Reykjafjarðarbók og skrif-
uð þar ‘Ilavst-skulld’f1) og ‘havst-skulld’(2), en í Króksfjarðarbók segir
hann standa ‘havstk.’. Um rithátt pappírshandritanna á fyrri stöðunum
tveimur getur hann ekki. Hér er textinn færður til samræmdrar stafsetn-
ingar, en getið var um rithátt handrita, þegar þess var þörf.
Þó að nafnið sé ritað ‘Havstkulldr’ er eflaust haft í huga mannsnafnið
‘HQskuldr’, svo sem útgefendur hafa skilið, og er orðaleikur milli ,Hqs-
kuld-’ og ‘haustskuld’, og það því fremur, sem sérhljóð fyrstu samstöfu
var algengt að rita eins í báðum orðum, nfl. av (samandregið í einn staf,