Skírnir - 01.01.1958, Side 253
Skírnir
Samtíningur
247
og við það á K&lund), hversu sem háttað hefur verið framburði á t-i í
samsetningunni ’haustskuld* — en nú mundi fiað oft falla niður.
Merkileg eru orð þeirra Guttorms og Hrafns: „Hvárt þótti þér hann
seint leiða nafnit sitt eða skjótt?" „Víst heldr seint.“ Þetta snertir þann
mun, sem er á orðunum ‘HQskuld-’ og „haustskuld’, aðallega sérhljóð
fyrra atkvæðis. Auðvitað má ekki búast við vandlegri lýsingu, en auðséð
er, að lengd sérhljóðanna er skoðað sem meginatriði; ef ‘HQskuld-’ er
borið fram með löngu Q-i, nálgast sá framburður meir ‘haustskuld’ en ef
með skömmu hljóði er borið fram.
Eins og kunnugt er, gera menn vanalega ráð fyrir, að stafirnir au í
fornri íslenzku hafi verið bornir fram með því hljóði, sem nú er skrifað
á. En þessi frásögn Islendingasögu sýnir, að þeir Hrafn Oddsson og Guth-
ormur körtur gerðu það ekki 1255. Það er alveg auðsætt, að fyrri liður
tvíhljóðsins í ‘haust-’ hefur verið eitthvað svipaður Q í ‘hQS-’. Ef til vill
var i báðum tilfellum að ræða um einhvers konar ö-hljóð, alveg eins og
er nú á dögum. Ef svo er, hefði tvíhljóðinn au þá verið á leiðinni til
nútiðarframburðar, en Q í ‘HQskuldr’ ekki borið fram o, eins og flestir
hugsa sér, að áður hafi verið, heldur runnið saman við 0 og borið fram
líkt og nú.
2.
Orðin lánardróttinn og landareign hafa bæði hvorugkynsorð í eignar-
falli að fyrra lið, lán og land, en svo undarlega bregður við, að fallmerkið
er ekki -s, eins og vant er, heldur -ar.
Auðvelt er að skýra þetta, að því er tekur til orðsins lán. Að kalla
í hverri etymólogiskri orðabók segir, að frumgermönsk mynd sé *laihnaz,
laihniz, og hafa menn ráðið þetta af myndum þeim, sem fram koma í
ýmsum germönskum málum. Hér er upphaflega að ræða um orð af
es/os-stofni, eins og það er nefnt (sbr. t. d. lat. genus, gerteris), og skýr-
ast myndir orðsins af því. Þetta skýrir líka myndina ‘lánar-dróttinn’.
Orðið land er vanalega talið vanalegur hvorugkyns a-stofn. Fyrir löngu
benti Vilhelm Thomsen á finnska orðið lannas, eignarf. lantaan (gljá,
strandlendi), sem kynni að skýrast með því, að það væri komið af es/os-
stofnsorði (Samlede afhandlinger II 132, 2. nmgr.). Þetta telur T. E. Kar-
sten (Germanisch-finnische Lehnwortstudien, Helsingfors 1915, bls. 84)
vafalaust. Ef svo væri, kæmi það dæmalaust vel heim við myndina ‘landar-
eign’. Ef til vill ætti að gera ráð fyrir staðbundinni mynd, vegna annara
germanskra mála.
Hvað er um orðmyndina konar í sömu merkingu og kyrts (annars
konar o. s. frv.)?
3.
Orðið þarna er lika til í myndunum tarna, arna, auk þess sem til er
þarnana og tarnana. Orðasambandið ‘það þarna’ er þannig, þegar for-
nafnið er beygt: