Skírnir - 01.01.1958, Page 254
248
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Nefnif. ’a-tama
Þolf. ’a-tama
Þgf. því ama
Eignarf. þess ama.
Með öðrum myndum fornafnsins er vanalega sagt arna.
3"-ið í ’a-tama er alveg eðlilegt (ð+þ>t).
1 orðabók Blöndals er getið um suarna, suarrú fyrir ‘sá arna’, ‘sú arna’.
4.
f Hervarar sögu og Heiðreks segir m. a. frá bræðmm tveimur, sonum
Heiðreks Gotakonungs, Angantý og Hlöð. Angantýr var alinn upp með
föður sínum í Gotalandi, en Hlöður með Humla móðurföður sínum í
Húnalandi. Eftir dráp Heiðreks konungs ris ófriður milli bræðranna út
af arfi, og að lokum berjast þeir. Fellur þá Hlöður. Angantýr konungur
gekk þá að kanna valinn og fann Hlöð bróður sinn; þá kvað hann:
Bauð ek þér bróðir
basmir óskerðar,
fé ok fjplð meiðma,
sem þik fremst tíddi;
nú hefr þú hvárki
hildar at gjoldum
Ijósa bauga
né land ekki.
Þessi kafli sögunnar er aðeins varðveittur í Uppsala-gerð hennar, í
tveimur pappirshandritum, R:715 í Uppsalasafni og ÁM 203 fol. (skrifað
af Jóni Erlendssyni); bæði em þau mnnin frá sama skinnhandriti. Stuðzt
er við útgáfu Jóns Helgasonar, Kaupmh. 1924, en stafsetning samræmd.
Orðamunur er lítill. ÓskerSar er í U óskertar, í 203 ósker 'tuœr (villa);
meiSma í báðum hdrr. meidna; orðið meiSmar er alþekkt úr fomum heim-
ildum, en hefur sjálfsagt verið lítt kunnugt á seinni öldum. Orðið þik
í 4. vo. er í hdrr. mig, sem verður að leiðrétta.
Eftir er orðið basmir. Hér stendur basnir í U; eyða er fyrir því í 203;
í 1. útg. sögunnar, Uppsölum 1672, er prentað basmir. Hverju þar er far-
ið eftir, er ókunnugt. Engin hjálp kemur úr öðmm áttum til að vita
vissu sína. Rímur orti Ásmundur Sæmundsson eftir Uppsala-gerð sög-
unnar um 1640, pr. í Hrappsey 1777, og veita þær stundum stuðning
einum leshætti frekar en öðmm, en ekki er það hér. Þar stendur í rím-
unum „Brenndar veigar bauð ég þér,“ og virðist það, eins og Jón Helga-
son tekur fram, styðjast við aðra vísu í Hlöðskviðu (útg. 14418):
Ek mun bjóða þér
bjartar vigrar,
fé ok fjolð meiðma
sem þik fremst tíðir ...