Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 255
Skímir
Samtíningur
249
Einnig hér er ýmislegt athugavert við texta; bæði hdrr. hafa meidna í
stað meiSma og mig í stað þik, og loks stendur í 2. vo. fagrar eigar í U,
fagrar veigar í 203. Nú er þetta það visuorð, sem helzt ætti að svara til
basmir áskerSar, en auðsjáanlega kemur það þó að engu haldi; það styð-
ur ekki einn leshátt frekar en annan og veitir ekkert lið til að skýra orð-
ið basmir eða basrdr. Mynd þess orðs er því mjög vafasöm, og sama máli
gegnir um merkinguna. Þar má segja, að ekki hafi verið um annað að
ræða en getgátur, sem styðjast aðallega við samhengið. Það er sem sé
augljóst, að um einhvers konar kostgripi er að ræða. Sá vafi, sem á þessu
leikur, gerir að sjálfsögðu allar skýringartilraunir hæpnar.
Sveinbjörn Egilsson gizkar á það í Lexicon poeticum (1854—60), að
orðið basmir merki „pretiosa textilia", dýr vefnaður. Ekki veit ég, við
hvað sú getgáta styðst. Sophus Bugge vikur að henni í skýringum sin-
um við söguna í Norrone Skrifter af sagnhistorisk Indhold (Kria 1864
—73), bls. 367, þar sem hann segir, að þessi merking fái ekki stuðning
af norska orðinu basma, basm (kvk.), sem merki 20 þræði í vef, en það
muni af erlendum, sennilega slavneskum upppruna, sbr. pólsku og serb-
nesku pasmo. Aasen hefur í orðabók sinni norska orðið basma, basm og
setur það í samband við sænsku pasma og pasman, sem sé líkrar merk-
ingar, og ítalska orðið passamano, þráðverk, kögur. Svipað gerir Alf Torp
(Nynorsk etymologisk ordbok), sem auk hins norska, sænska og ítalska
orðs nefnir fomdönsku passement (snúmr, kögur), miðlágþýzku pase-
ment, fr. passement. Virðist þá þetta óskylt hinu foma orði basmir og
leiða brott frá því.
Sumstaðar má sjá, að basmir er til reynslu þýtt hringir eða kostgrip-
ir, en ekki sé ég ástæðu til að vitna til manna um það, af því að það er
hrein ágizkun.
Fyrir lifandi löngu rakst ég í etýmólogiskri orðabók á rússneskt orð,
basmá, sem er m. a. haft um eins konar vefnað; þetta orð kemur fram
í ýmsum öðmm slavneskum málum, og getur þá stundum merkt vefnað
með prenti á; orðið er talið komið úr tyrkneskum málum.
Mikill fróðleikur um þetta orð kemur fyrir í bók M. Vasmers: Russ-
isches etymologisches Wörterbuch, l.bd., Heidelberg 1950 (bls. 59), sem
Roman Jakobson prófessor í Harvard benti mér á. Ég greini hér frá aðal-
efni þessa kafla, en sleppi ýmsu, þar á meðal tilvitnunum til bóka. En
samkvæmt þvi, sem Vasmer segir, merkir basmá á rússnesku: 1) mynd
hinna fornu Tatarakhana (þjóðhöfðingja); 2) bréf með innsigli khans-
ins; 3) umgerð um dýrlingamyndir, 4) tyrkneskan loðdúk, ‘kattún’. Um
1.—3. merkingu er ekki ástæða að fjölyrða hér, en 4. merkingin á sér hlið-
stæður í öðrum slavneskum málum, sbr. ukrainsku básmœ svartur silki-
hálsklútur; búlgarska basmá: léreft með “prenti” á; serhókróat. básma:
sama. Þetta orð er talið komið úr tyrkneskum málum, en þar er það mjög
útbreitt, sbr. ósmannska, tyrkmenska o. s. frv. basma: „prentaður“ dúkur,