Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 256
250
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
forn-tel. basma: “prentaður dúkur frá Turkestan”, og er þetta talið skylt
tyrkneska orðinu basmak: þrýsta, prenta.
Prófessor Jakobson tjéir mér, að orðið sé komið í rússnesku á 13. öld
eða fyrr.
Svo framarlega sem þetta orð hefur ekki komið inn í slavnesk mál
miklu fyrr, verður að telja ólíklegt, að hið norræna orð basmir sé jiaðan
komið. En á hitt er að líta, hvort Norðurlandabúar eða Germanar hafi
getað haft bein kynni af tyrkneskum þjóðum og fengið orðið þaðan.
Koma þá tvö tímabil til greina:
1) Viða er talið, að Húnar hafi verið af tyrkneskum stofni, að öllu
eða sumu leyti. Á 4. öld komu þeir æðandi austan úr Asíu, og þeir brutu
undir sig veldi það, sem Jörmunrekur Gotakonungur hafði komið á fót
á Póllandi og Vestur-Rússlandi, en hann sjálfur, háaldraður maður, réð
sér bana, að þvi er elzta heimild um þetta segir. Var það um 375 e. Kr.
Síðan gekk nokkur hluti Gota (Austgotar) undir vald Húna, en nokkur
hluti hörfaði undan inn í ríki Rómverja og barst síðan vestur eftir. Hún-
ar héldu áfram inn í Evrópu, og stóð keisurum rómverska rikisins mikil
ógn af þeim og guldu þeim stundum stórfé til friðar ríki sinu. Frægastur
Húnakonunga var Attila, sem norrænar heimildir nefna Atla, d. 453.
Eftir hans daga fellur riki Húna í Evrópu í rústir, en svo lengi sem það
var í blóma, laut nokkur hluti Gota og ýmsir aðrir germanskir þjóðflokk-
ar veldi þeirra. Var því nóg tækifæri til, að einhverjir Germanar lærðu
hið tyrkneska orð basma, ef til var þá, alveg eins og þeir festu í minni
hornboga Húna, sjálfsagt eitt merkasta vopn þeirra („eigi gera Húnar
oss felmtraða né hornbogar yðar“, Herv. s. 153; sbr. fomenska hornboga,
miðháþýzka hornboge).
Ekki var mikilli menningu til að dreifa hjá Húnum, en á dýrgripum
hafa þeir auðvitað kunnað góð skil, lærðu það við ránsferðir, skattheimtu
og fjárkúgun. Gátu þeir þá vel borið í munni orðið basma. En þar til
kom annað. Hvenær sem mikið landsvæði á leiðinni frá Kína til Vestur-
Asíu eða Evrópu var friðað undir veldi einhvers herkonungs, fylltist hin
gamla verzlunarleið kaupmönnum, sem fluttu vörur frá Kína og Ind-
landi til Vesturlanda. Gera má ráð fyrir, að svo hafi einnig verið um
þetta leyti, því að veldi Húna var þá einnig mikið í Asiu. Kynnu kaup-
menn austan að þá að hafa haft með sér orðið basma ésanrt varningnum,
sem það átti við.
2) Nú er þess að gæta, að norræna orðið basmir virðist ekki kunnugt
i öðrum germönskum málum. Þetta kynni að vera af því, að það hefði
aðeins komizt inn i fáar mállýzkur, borizt svo til Norðurlanda og varð-
veitzt þar, helzt í kvæðum. En hitt má líka vera, að það sé siðar til kom-
ið, þegar Norðurlandabúar sjálfir komust í beint samband við tyrknesk-
ar þjóðir. Talið er, að hinir tyrknesku Khazarar hafi komið austan á
8. öld, og þeir stofnuðu riki norðan við Kaspíhaf. Ekki leið á löngu, éður
en til þeirra komu norrænir menn, sem nefndir eru Væringjar, stund-