Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 257
Skírnir
Saœtíningur
251
um Rússar. Virðast verzlunarferðir Væringia hafa verið algengar þang-
að, svo sem oft er getið í ritum serbneskra landfræðinga eða sagnaritara
(fyrst Ibn Harradadbeh, í riti skrifuðu 844—48). Þess er jafnvel getið,
að ar-Rus („Rússar", þ. e. Væringjar) og as-Saqaliba (Slavar) hafi búið
i Atul (Itil), höfuðborg Khazararikisins, öðrum megin árinnar Volgu,
og þeir hafi haft einn dómara í dómsamkundu konungs (Al-Masúdí, d.
956). Stundum fóru þeir gegnum Khazararíkið inn i Kaspihaf og héldu
þaðan í verzlunarerindum inn í Mahómetstrúarlönd, jafnvel til Bagdad,
en stundum herjuðu þeir. Þessi viðskipti styðjast við ærnar heimildir, svo
sem rit serkneskra manna, fund serkneskra peninga á Norðurlöndum og
rúnaristur, og er óþarft að fara nánar út í það. Á 9. öld komust Vær-
ingjar til valda í Garðariki og stofnuðu þar mikið veldi, sem hafði höfuð-
stað sinn í Kænugarði (Kief). Að sjálfsögðu áttu Væringjar áfram við-
skipti við tyrkneskar þjóðir, og höfðu þeir þá verzlunarsamband bæði
austur á við, til verzlunarleiða Mið-Asiu, sem lágu til Kína og Indlands,
og suður til Miklagarðs. Viðskipti við Miklagarð torvelduðust þá mjög
við tilkomu Petsinega, tyrknesks þjóðflokks, sem kom austan að í Khaz-
ararikið. Petsinegar voru lítt siðaðir, en Khazarar höfðu siðazt mikið, og
voru sumir kristnir, aðrir gyðingar, enn aðrir Mahómetstrúar. Á ll.öld
unnu Petsinegar stór landsvæði í Suður-Rússlandi, og síðan áttu kon-
ungar í Garðariki í vök að verjast. En allan þann tima, sem nú var frá
sagt, voru nóg tækifæri til friðsamlegra viðskipta. Gat orðið basma þá
hæglega komizt inn i mál Væringja og borizt til Norðurlanda.
Þá er loks að vikja að þvi, hvort basmir, ef átt er við vefnað, hafi ver-
ið þvílíkir kostgripir, að eðlilegt væri, að Angantýr konungur nefndi þær,
þegar hann var að telja upp þau gæði, sem hann ætlaði að láta Hlöð
bróður sinum í té. Þetta virðist vel hugsanlegt. Menn veiti þvi athygli,
hvílikur Ijómi er yfir skarlati, guðvef, pelli, silki í norrænum ritum,
svo að fátt eitt sé nefnt. önnur efni, sem mikils hafa verið metin, nefnir
Hjalmar Falk í Kleiderkunde. Samkvæmt vitnisburði Vasmers er basmá
í slavneskum málum algengast í merkingunni „prentvefnaður", og sú er
merkingin í tyrkneskum málum. Gat hér bæði verið að ræða um skraut
og myndir, sem á voru prentaðar. Mætti ætla, að slíkir dúkar hefðu þótt
metfé. Nú á tímum þykir ekki jafnmikið koma til baðmullarklæðis og
lérefts sem forðum daga, þegar það var fágætara, og talið er, að guSvefr
hafi verið baðmullarklæði. Mundi því þykja mikið til „prentvefnaðar“
koma, þótt úr baðmullarklæði eða lérefti væri, en eins vel gat efnið
verið silki, hið veglega efni, sem farmenn af Norðurlöndum fluttu frá
Rússlandi til Englands, eins og sjá má af því, að sama orðið er haft um
það í málum allra þessara þjóða.
Hverf ég nú frá þessu máli, en menn, sem kunnugir eru „prentvefn-
aði“ og sögu hans, geta bætt hér mikið um. Aðeins skal nefna, að ég hef
rekizt á, að silkidúkar hafi verið hafðir ásamt með gulli og silfri í stór-
greiðslur til þjóðhöfðingja. J. Pirenne (Les grands courants de l’histoire