Skírnir - 01.01.1958, Side 260
254 Ritfregnir Skírnir
feiknamikið, þjappað saman með harðri hendi, svo að það komist fyrir
í einu bindi.
Jakob Benediktsson hefur margt til að bera, sem gerði hann sjálfsagð-
an til þessa verks. Áður en hann tók að eiga við Arngrím lærða, hafði
hann fengið mikla þekkingu á mönnum og menntum 16. og 17. aldar.
Hann hefur gefið út rit um Island eftir Þorlák Skúlason og Brynjólf
Sveinsson, bréfaskipti íslenzkra manna við Óla Worm, deilurit og rímur
eftir Guðmund Andrésson, rit eftir Vísa-Gísla. Bréfaskipti Worms færðu
hann auðvitað mjög á slóðir Amgríms lærða, og í athugasemdum við
rit Arngríms má oft sjá vitnað til þeirrar bókar.
Jakob Benediktsson var á sínum tíma styrkþegi við Árnasafn, og átti
hann þá nokkuð við fomislenzk handrit og bókmenntir. Eigi að síður
hefur hann nú orðið að bæta miklu við þekkingu sína í þessu, kynna sér
ný og ný efni, því að Arngrímur lærði notaði mikið gamlar skinnbækur,
sem á voru ritaðar sögur og önnur forn fræði íslendinga. Jakob hefur
ekki látið sér nægja að ákveða, við hvaða sögur Arngrimur studdist,
heldur hefur hann lagt kapp é að komast að, hversu texti þeirra hafi ver-
ið, hvaða handrit hann notaði, hvort það vom þekkt handrit og nú varð-
veitt, eða önnur, sem ekki em lengur til.
Þó að Jakob sé orðinn harla lærður í íslenzkum fræðum, var háskóla-
nám hans á öðm sviði: grisku og latínu. Sú þekking kemur honum að
góðu haldi við texta Arngrims. En hún hefur orðið honum hagfelld að
öðru leyti. Hin „klassisku" fræði em gömul í hettunni, njóta verks
margra afburðamanna öldum saman, undirstaðan er orðin traust, hér
tíðkast frá fornu fari góð skólun, menn læra ömgga visindaaðferð og
vinnubrögð. Með öfund verður mér oft hugsað til þessa; i norrænum
fræðum er svo margt óvíst og ótraust: mörgum vísindamönnum okkar
virðist svo erfitt að komast niður á jörðina; mönnum hættir svo við að
aðhyllast einfaldar niðurstöður, hvarfla öfganna á milli — ef kvæði er
ekki mjög gamalt, er það mjög ungt; ef saga er ekki skrifuð orðrétt eftir
munnlegri frásögn, þá styðst ekkert í henni við munnlega frásögn; ef
saga er ekki öll sönn, er hún öll uppdiktuð; — að ég ekki minnist á
hinn hvimleiða horror vacui sumra fræðimanna af þeim þjóðum, sem
glatað hafa fornum menntmn; sá horror vocui blæs þeim í brjóst alls
konar hugvitssamlegum rökum til að sýna, að bókmenntir annarra þjóða
(t. d. íslendinga) tilheyri í rauninni þeirra þjóð. Allar eyjar hafa sína
annmarka, sjálfsagt má sama segja um öll fræði, líka hin „klassisku",
þó að mér sjáist yfir það úr fjarska; þó að nteginatriði þeirra fræða séu
nú án efa ljós orðin og ómótmælanleg, fyrir verk margra mikilhæfra og
fróðra manna um langan tíma, þá eru þó sjálfsagt í þeim fræðum
einhverjir grillufangarar á ferli. En víst er um það, að Jakob hefur ekki
orðið fyrir áhrifum frá þeim, hann hefur þvert á móti lært þar vísinda-
manns hugsunarhátt og vinnubrögð.
Þess var getið áður, að fyrri hluti IV. bindis greindist frá hinum síð-