Skírnir - 01.01.1958, Síða 261
Skímir
Ritfregnir
255
ara, sem í eru athugasemdir yið einstök yerk og texta þeirra. Þessi fyrri
hluti er að vísu ekki samfelld heild, en þó nokkuð í þá átt. Hefur hann,
með sáralitlum breytingum, verið gefinn út sem sérstök bók með titlinum
„Amgrímur Jónsson and his works“, og hefur höfundur hlotið fyrir dokt-
orsnafnbót við Hafnarháskóla. Efni þessarar bókar skiptist í fjóra megin-
kafla. Fyrst er ævisaga Amgrims, einkar traust ritgerð og skýr, sem
gefur glögga og hlutlæga mynd af Amgrími. Annar kaflinn fjallar um
ritverk Amgrims. Eins og kunnugt er, skrifaði Páll Eggert Ólason langt
skeið um Amgrim i IV. bindi af Mönnum og menntum siðskiptaaldar;
hann sýndi, að ritferill Arngríms hófst með bók til varnar landi sínu,
og leiddi hann af því upphafi aðrar bækur hans, t. d. þær, þar sem hann
notfærði sér íslenzk fornrit. Jakob Benediktsson neitar vissulega ekki land-
varnarþættinum í ritum hans, en leggur mikla áherzlu á kynni hans af
útlendum húmanistum og telur spurningar og áeggjan danskra húman-
ista hafa valdið miklu um, að hann tók að vinna úr fornum íslenzkum
heimildum. Hann reynir og að sýna áhrif frá einstökum húmanistum,
og þykir mér þar einkum merkileg tengslin við Frakkann Jean Bodin.
Vel má Huitfeldt vera fyrirmynd, þegar Amgrimur fer að taka upp heil-
leg skjöl í frásögn sína. Hins vegar finnst mér vonum minna gæta hinn-
ar húmanistisku kenningar, að sagan eigi að vera til lærdóms í verald-
legum efnum, þó að hún komi lika fyrir hjá Arngrimi, og orð Arn-
gríms um hina trúarlegu lærdóma sögunnar held ég sé commune bomirn
eða sameign margra manna í kristninni, þó að þeir fylgdu sundurleitum
stefnum. En hjá Axngrimi gætir svo líka ættjarðarástar, hann vill (í
Crynlogæu) rita, til þess að útlendingar meti Islendinga meir að verð-
leikum, og tengir það þá Crymogæu við hin gagngeru landvarnarrit, þar
sem þetta er að sjálfsögðu aðalatriðið. En það er auðvitað mál, að þegar
um fleiri þáttu en einn er að ræða i verkum manns, líkt og þegar litum
er blandað, þá er ávallt hætt við, að einn sjái meir af einvun litnum en
annar, þó að heildarskoðun sé hin sama. — Stundum geta ólikar tilfinn-
ingar bærzt í sama brjósti, en hve næman skilning höf. getur haft á því,
má sjá á orðum hans um afstöðu Arngrims til örlaga Jóns Arasonar (bls.
57 og 68), en fleira mætti nefna.
Þriðji kafli bókarinnar er yfirlit yfir handrit þau, sem Amgrímur
studdist við. Það er ágætt og glöggt; getur höf. þar hvarvetna vitnað til
nánari greinargerðar í athugasemdunum við hvert einstakt rit i IV. bind-
inu. Þetta yfirlit er samið af miklu öryggi og án allrar löngunar til að
segja meira en unnt er að vita með vissu, og er það hverjum þeim, sem
eitthvað sinnir fornum handritum, einkar kærkomið.
I fjórða þættinum eru tekin út úr tvö rit, þar sem Arngrimur hefur
gert latneskan útdrátt úr handritum, sem nú eru glötuð; er þar að ræða
um Skjöldungasögu og Jómsvikingasögu. Bæði þessi rit Amgríms eru
dýrmæt, einkum þó Skjöldungasagan. En hér eru margar gátur við tengd-
ar, og höf. lætur sér ekki nægja að benda lauslega á þær, hann leggur