Skírnir - 01.01.1958, Side 262
256
Ritfregnir
Skírnir
út í að ráða þær. Hann ber ritsmiðar Arngríms saman við hinar fornu
heimildir; þýðingu hans af Jómsvíkingasögu við þær gerðir hennar, sem
varðveittar eru í gömlum handritum, og er það ekki auðvelt verk. Hann
verður að kanna allt, sem um þetta hefur verið ritað; stundum bregður
þá fyrir nafni Bjarna Aðalbjarnarsonar, og á hans vinnubrögð minnir
þessi rannsókn og margt fleira í bókinni mig.
Enn „forvitnilegri" er rannsóknin á Skjöldungasögu, því að hún er
nú glötuð sjálf á íslenzku nema lítið brot, og stuttir kaflar og glepsur
eru i ýmsum gömlum ritum. Margt er nýstárlegt í þessari rannsókn, ekki
sizt það, að Jakob kemst að þeirri niðurstöðu, að ekki sé ástæða að ætla,
að til hafi verið nema ein gerð Skjöldungasögu (ekki tvær, önnur lengri,
hin stytt, eins og Olrik hugði); held ég þetta sé laukrétt.
Frægur skákmaður taldi, að í taflmáta sínum mætti greina „das Ticken
der Methode". Þessi orð koma mér oft í hug, þegar ég les það, sem höf.
hefur skrifað um Amgrím og verk hans. Vinnubrögð hans eru alveg
dæmalaust skemmtileg, visindaaðferðin örugg og markviss. Hann forð-
ast ekki neitt vandamál, sem é veginum verður, heldur reynir að ráða
fram úr þeim. Ástriða hans er að komast að sanni, hitt er honumi sama,
hvor kostur af tveimur er réttari. Hann vegur möguleikana hverju sinni
af hófsemi og með dómgreind, og hann reynir að glöggva sig á, hvað
unnt er að vita og hvað ekki. Þar til kemur svo þekking hans, sem mikil
er orðin, og óþrjótandi elja.
Ég lýk þessum línum með því að óska honum til hamingju með útgáfu-
verk þetta og rannsóknir þær, sem við það eru tengdar, og þá nafnbót,
sem hann hefur hlotið fyrir að maklegleikum. E. Ó.'S.
Erik Wahlgren: The Kensington Stone, a mystery solvetl. The Uni-
versity of Wisconsin Press. Madison, 1958.
Það er bæði skömm og gaman að snjöllum visindalegum fölsunum,
sem sagan kann frá að greina hópum saman, bæði fyrr og síðar. Stór-
kostlegasta og afdrifaríkasta blekking af þessu tagi er hinn frægi enski
apamaður, Eoanthropus dawsoni, dagsbrúnarmaðurinn, Piltdown-maður-
inn, sem vísindin komust fyrst í kynni við árið 1912 og hafa síðan feng-
izt við í fullkomnu grunleysi, unz hann loks var óvefengjanlega afhjúp-
aður árið 1953 sem hugvitssamlegasta og bezt heppnaða vísindafölsun
sögunnar.
1 samanburði við þennan fræga uppvakning er rúnasteinninn frá Ken-
sington í Minnesota hreinasta barnagaman. Vantar þó ekki, að mikið hafi
verið um hann skrifað, en deilan hefur löngum um það staðið, hvort hann
væri í rauninni frá 1362, eins og hann þykist sjálfur vera eftir orðanna
hljóðan, ellegar frá síðustu árum 19. aldar, jafnvel frá 1898, árinu sem
hann „fannst“. Hann fékk þegar í upphafi mjög kuldalegar móttökur hjá
rúnafræðingum og málfræðingum. Gustav Storm, Sophus Bugge og Oluf
Rygh felldu sameiginlega um hann svofelldan úrskurð: „Hinn svokallaði