Skírnir - 01.01.1958, Page 263
Skímir
Ritfregnir
257
rúnasteinn er frekleg fölsun, framin af sœnskum manni, með meitli og
yfirborðsþekkingu á rúnum og ensku máli.“ Með þessum og öðrum
áþekkum dómum hinna færustu manna hefði saga steinsins verið á enda,
ef hann hefði ekki komizt í hendur Hjalmars Holands árið 1907, en
Holand hefur síðan ósleitilega fram á þennan dag barizt skeleggri bar-
áttu fyrir að sanna það, að steinninn sé ófalsaður, og gert þetta að veru-
legu leyti að ævistarfi sínu. Hefur hann reynzt með afbrigðum iðinn og
þrautseigur í stríði sinu fyrir málstað steinsins og fundvís á mótbárur
gegn mjög samhljóða rökum allra þeirra, sem bezt skilyrði hljóta að hafa
til að þekkja rétt frá röngu á þessu sviði. Stærsti sigur Holands var það,
þegar hin fræga vísindastofnun, The Smithsonian Institution í Washing-
ton, sýndi Kensington-steininn opinberlega í febrúar 1948 til jafnlengdar
1949 og lagði þannig á sinn hátt blessun sina yfir hann, þótt enginn
starfsmaður stofnunarinnar hafi berum orðum sagt, að steinninn sé egta.
Sýnilega þykir mörgum þessi gestrisni stofnunarinnar meira en lítið
móðgandi við þá fjölmörgu vísindamenn, sem með óhrekjandi rökum
hafa sýnt og sannað, að steinn þessi er gabb nútímamanns og ekkert
annað, þrétt fyrir allt moldviðri Holands.
Erik Wahlgren, prófessor í Kahfomiu-háskóla í Los Angeles, sem
skrifað hefur hina nýju bók um Kensington-steininn, telur það sjálfsagð-
an hlut og margsannaðan, að steinninn sé falsaður, enda er satt að segja
furða, að nokkur viti borinn Norðurlandamaður að minnsta kosti skuli
nokkurn tima hafa léð máls á öðru, svo augljóst sem það virðist af mál-
sögulegum rökum einum saman. Hlutverk bókarinnar er miklu fremur
að leggja alla sögu Kensington-gabbsins sem ljósast fyrir, skýra jarðveg
þann, sem það er sprottið úr, finna fyrirmyndimar að rúnunum og
manninn eða mennina, sem líklegir em til að hafa framið gabbið. Enn
fremur rekja þátt Holands og hvatir og aðferð alla við að halda Ken-
sington-trúnni vakandi, hvað sem á dynur. Allt þetta mél er nokkuð
flókið og hefur kostað miklar rannsóknir, en að loknum lestri bókar Wahl-
grens þykist maður hafa fengið skýran skilning á, hvernig allt er í pott-
inn búið. 1 fám orðum sagt: Nokkrir sænskir (og norskir?) sveitamenn
í Minnesota, greindir og gamansamir og töluvert lesnir, með fornfræði-
legan og þjóðernislegan áhuga, taka upp á því að semja rúnaletur og
höggva í stein, sem þeir þóttust síðan hafa fundið undir rótum gamals
trés. Letrið var að mestu gert eftir sænskri fróðleiksbók, sem heitir Den
Kunskapsrike Skolmastaren, en áhrif em einnig greinileg frá umræðum
manna é þeim tíma um sögu og landafundi fornmanna, einkum deilum
þeim um Vínlandsferðirnar, sem kenndar eru við Gustav Storm og áttu
sér stað um og eftir 1890. Málið á ristunni er að mestu nútíma sænska,
sem reynt er að gera fomlega. Auk aðalefnis ristunnar er smeygt inn í
hana ýmsum brellum, svo sem talnaleikjum og stafagátum eða nafna-
felum, og má jafnvel með miklum sanni finna þar falið nafnið öhman,
en svo hét bóndi sá, sem steininn þóttist hafa fundið og flest bönd berast
17