Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 265
Skírair
Ritfregnir
259
í leikritsformi, en þýðingar tvær. Kannske ekki kjarngóð að sama skapi.
Nýting slæm, ekkert leikrit notað. Næsta ár, 1956, sá aðeins síðsumar-
gróður, leikritið Magnús Heinason eftir ágætan leiklistarunnanda, Júlíus
Havsteen sýslumann. Til uppbótar kom, líka frá Húsavík, fyrsta bindi
Shakespeare-þýðinga Helga Hálfdanarsonar lyfsala. öndvegisbók leik-
bókmennta síðari tíma, Líf í listum eftir Stanislavski, í þýðingu Ásgeirs
Bl. Magnússonar, kom og út, en annað bindi Shakespeare-þýðinganna
i fyrra, og nú vildi svo til, að tvö leikrit voru sýnd af þremur prentuð-
um, annað fyrir útgáfu þess, hitt eftir.
Það liggur við, að GúSrún Jacobsen hafi gefið heilli skáldskapargrein
fyrirsögn með bókarheiti sínu, Listamannsraunir. Leikritahöfundar hafa
ekki átt upp á pallborðið, í bókstaflegum skilningi; leikrit eru lítt seljan-
leg öðrum en söfnurum og ekki lesin nema af sérvitringum. Leiklist
landsins fleytir sér fram á þýðingum, anzar ekki, þó að týndur höfundur
knýi á með sína uppskeru óttans. Bætum svo við, að aðrir titlar ársins
voru Nocturne og Konan, sem hvarf, og það er eins og hvarfli að okkur,
að raunir listamannanna séu að einhverju leyti sjálfskaparvíti. Guðrún
Jacobsen, ung og geðþekk kona, eftir kápumynd að dæma, á í því sam-
merkt við suma af raunabræðrum sínum, að hún kann ekki tökin á því
formi, sem hún hefur valið sér. Hver einasti Islendingur veit, að það
þýðir ekki að yrkja rímur nema að kunna a. m. k. rímnalag, en það er
undantekning, ef pennafær maður þykist ekki geta sett saman samtal
og þá er komið leikrit, „nógu gott í útvarpið", ef því er ekki ætluð vist
á æðri stöðum. En þessi samtöl eru oftast karp, þegar bezt lætur „stál-
þráðs-upptaka“ úr daglegu lífi og atvikin eins og augnabliksmyndir
áhugaljósmyndara af skrýtnu fólki. Samtalsþættir Guðrúnar sýna samt,
að hún hefur einn eiginleika, sem er hverju leikritaskáldi nauðsynlegur:
gleðina yfir umgengni við persónur sinar. Aðeins eru henni nær lifandi
fyrirmyndir en vinnandi leikarar.
Hér verður að lýsa sök á hendur oddvita íslenzkrar leiklistar, Þjóð-
leikhúsinu. Miklar vonir voru tengdar við það í upphafi, m. a. sú, að
með því mundi islenzk leikritun rísa til vegs og virðingar. Sú von hefur
brugðizt gjörsamlega. Leikhúsið hefur algjörlega vanrækt þá sjálfsögðu
skyldu, að leiðbeina ungum höfundum og hvetja þá til dáða. Með hang-
andi hendi hefur leikhúsið sýnt eitt og eitt íslenzkt leikrit og útkoman
venjulegast verið „dúndrandi fíaskó“. Það er eins og leikhúsið vinni af
ráðnum hug skemmdarverk á hverju íslenzku leikriti, sem það tekur til
meðferðar, til þess að geta svo sagt við unga höfunda, þegar þeir koma
með misjafnlega burðug verk sín: „Sjáið þið, hvemig fór. Við höfum
ekki efni á að sýna þetta." Hér er ekki staður né stund til þess að
þylja allt syndaregistur Þjóðleikhússins, en ofarlega á því er augljóst brot
gegn boðorðinu, sem Matthías Jochumsson gaf íslenzku leiksviði: „Lærið
að leika yðar eigið þjóðlíf." Ekkert leikhús lifir endalaust á þýðingum.
Fyrir þjóðleikhús er það sjálfsmorð. Það er þunn afberging að sýna ís-