Skírnir - 01.01.1958, Page 266
260
Ritfregnir
Skírnir
lenzk leikrit svo sem i afbötunarskyni við og við, grípa niður hjá ung-
um höfundum eða lítt reyndum og sýna verk Jieirra eins og sýnishorn
vanþroskans. Leikritahöfundar hér sem annars staðar vilja læra, ef þess
er nokkur kostur, þess vegna hefði fjármunum og kröftum verið betur
varið til þess að koma á fót litlu tilraunaleikhúsi, þar sem höfundurinn
og leikararnir gátu komið sér saman um lausn viðfangsefnisins. Það er
þetta samstarf, sem hefur auðgað leikbókmenntir heimsins og gefið þjóð-
unum sannarleg þjóðleikhús.
f þessu sambandi má vel staðnæmast við þá athugasemd, að fjórir höf-
undar af sjö, sem hér eru til umræðu, hafa valið viðfangsefnum sínum
erlendan vettvang. Nú er það ekki svo, að þau átök, sem í leikritunum
verða, hefðu ekki getað orðið hér á landi -— undantekið samt færeyska
leikritið Magnús Heinason, —• með hæfilegri umskrift timans og aðstæðna.
Þetta öfugstreymi verður ekki skýrt nema sem uppgjöf islenzkra leik-
ritahöfunda gagnvart innlendum viðfangsefnum, flótti frá veruleikanum,
eða það sem verra er: þjónkun við útlenzkuna i kvikmyndum og allsráð-
andi þýðingum leikhúsanna.
Nocturne, leikrit í 6 atriðum, er annað leikrit Steingerðar Guðmunds-
dóttur, kom út 1955, hið fyrra Rondo, 1952. „Leikurinn gerist i Evrópu
að lokinni seinustu heimsstyrjöld". Persónur heita norrænum nöfnum,
J>ess vegna gæti leikurinn farið fram í Reykjavík eða á Sauðárkróki. En
þessar persónur, einhvers staðar í Evrópu, eru svo óraunhæfar og há-
stemmdar, að það er eins og að ryðjast inn í glerdýrasafn að gera skarpar
athugasemdir við verkið. Sagan er um blinda stúlku, sem fær sjónina
aftur með nýjum augum, sem kona í andarslitrunum arfleiðir hana að.
Sá galli fylgir augunum, að stúlkan sér hvað eftir annað hræðilegan at-
burð, sem veslings konan varð sjónarvottur að í lifanda lífi. En hvernig
sem þetta má verða, er það sýnu trúlegra en hraðrakstur föður stúlk-
unnar á miðri bls. 91. Hann er kominn inn aftur, „þveginn og strokinn
á hvítri skyrtu“ efst á bls. 92. Veslings leikarinn veit, hvað hann hefur
að gera sekúndurnar fyrir hið stóra augnablik. Það, sem bagar Steingerði
Guðmundsdóttur, snýr öfugt við Guðrúnu Jacobsen. Hún sér ekki veru-
leikann fyrir rósrauðum bjarma leiksviðsins.
Uppskera óttans, leikrit í 9 sýningum eftir Sigurð Róbertsson, er miklu
þroskaðra verk. Þetta er annað leikrit höfundar, hið fyrra, Maðurinn og
húsið, kom út 1952. Bæði leikritin eru athyglisverð, því að höf. er ákveð-
inn í því að segja það, sem honum býr í brjósti, og hann kann til verka,
þó mun betur í síðara leikritinu. Vel mætti hugsa sér það leikrit sýnt á
leiksviði eins og í Iðnó, ef Leikfélagið hefði efni og ástæður til þess að
hætta nokkrum fjármunum í tilraunir. Samt held ég það yfirlæti eða
óþarfa varúð hjá höf. að prenta „Copyright in Iceland" framan við
leikritið, þó aldrei nema persónur heiti enskum nöfnum. Mig minnir,
að Galsworthy hafi skrifað um verkfall í „Strife", og ég fullyrði, að
hann þekkti betur til þar í landi. Af sömu ástæðu eru „stormar“ Steins