Skírnir - 01.01.1958, Side 267
Skímir
Ritfregnir
261
Sigurðssonar frá Hafnarfirði sannari og um leið alþjóðlegri lýsing á
vinnudeilu, verkamönnum og „auðvaldi" en „Uppskera óttans".
í Leikritasafm MenningarsjóSs birtust 1955 tvö leikrit, þýðing Ævars
R. Kvaran leikara á Júpíter hlær eftir A. J. Cronin og frumsamið verk,
Konan sem hvarf eftir Pál H. Jónsson kennara. Fyrra leikritið var til-
lag Bandalags íslenzkra leikfélaga til þessa mjög svo nytsamlega safns,
ekki nein perla í heimsbókmenntunum, en leikrænt í bezta lagi og auð-
velt viðfangs, þar sem ekki er miklu til að tjalda. Hitt leikritið var tillag
Þjóðleikhússins, „valið af þjóðleikhússtjóra og bókmenntaráðunaut Þjóð-
leikhússins" og hið siðasta til stuðnings safninu, sem fyrr nefnt banda-
lag stendur nú eitt að ásamt Menningarsjóði.
Þrátt fyrir imprimatur leikritsins hefur Þjóðleikhúsið enn ekki „flask-
að“ á því að taka það til sýningar. Þar mun mestu um valda tauga-
óstyrkur leikstjóra og leikara gagnvart íslenzkum leikritum og þó eink-
um óbeit þeirra á rimuðu máli, en langir kaflar í leiknum eru Ijóðaðir.
Þó tekur nú út yfir, að uppistaða leiksins er útilegumannasaga. Svoleiðis
ævintýri eiga ekki við okkar leikskólagengnu sérfræðinga í dramatískri
kúnst. Megum við þá heldur biðja um „Litla kofann"!
Konan sem hvarf, sjónleikur í fjórum þáttum, sver sig greinilega í
ætt þeirra leikrita, sem skrifuð hafa verið hér á landi, frá því „Útilegu-
menn“ Matthíasar sáu dagsins ljós og skrifuð verða enn um hríð í þessu
landi. Einhvers staðar í þeirri röð er „Gullna hliðið“ hans Davíðs Stef-
ánssonar og sómir sér kannske ekki illa. Gæfumunurinn er sá, að sam-
valinn flokkur leikara í litlu, en huguðu leikfélagi trúði á verkefnið, er
hann tók „Gullna hliðið" til fyrstu sýningar. Ég er ekki að segja, að þessi
leikrit séu nein öndvegisrit í bókmenntunum, ég er einfaldlega að strika
undir það, að þau hafa verið og verða enn um hríð salt hins íslenzka
leiksviðs. Gallalaust er leikritið ekki. Höfundur er bamslega hrifinn af
allri tækni leiksviðsins og notar skiptingar hverfisviðsins eins og nýtt
leikfang, það dregur úr ástundun hans við persónur leiksins og gerir
samtöl endaslepp, þegar verst gegnir. Samt er leikritið vel frambærilegt,
en nokkurs krafizt af leikstjóra og leikendum til þess að ljá því líf í
ljósaskiptum ævintýris og veruleika.
Einar Kristjánsson Freyr á hér tvö lejkrit. Týndur höfundur, leikrit
í fimm þáttum, kom út 1955, og Undan straumnum, leikrit í fjórum þátt-
um, 1957. Höfundurinn tekur köllun sína mjög alvarlega og les á sig
heimsbókmenntirnar til þess að teygja þær, með góðu eða illu, inn í
sviðsljósið á okkar fátæklega leiksviði. Seinna leikritið notar enda fer-
hendur Ómars Khayyans sem uppistöðu í leik í leiknum, og orðaskipti
úr Hamlet em æfð á leiksviðinu. Fyrra leikritið gerist í Reykjavík og
er um ungan sjómann, sem gengur í land til þess að gerast rithöfundur.
Eftir ýmislega hrakninga á þeirri braut, ræður sjómaðurinn sig aftur á
skip, en Valgarður læknir, bezt gerða persónan í leiknum, rýfur þögn-
ina, hrifinn, og segir: „Helvíti er hann heilbrigður". Ef tilsvörin væm