Skírnir - 01.01.1958, Side 268
262
Ritfregnir
Skírnir
öll eftir þessu, væri leikritinu borgið, en því miður tekur höfundur sjálf-
an sig full hátíðlega, og persónur hans mega helzt ekki minnast á bók-
menntir, þá eru strax uppi fræðilegar samræður eftir uppskrift Magn-
úsar Grímssonar í „Kvöldvöku í sveit“. Þrátt fyrir þennan veikleika er
Einar Kristjánsson Freyr athyglisverður höfundur, sem nokkurs má vænta
af, ef hann stillir fagurfræðilegum og heimspólitiskum umþenkingum
í hóf.
Frá Húsavik við Skjálfanda komu leikrit ársins 1956. Á sjötugsafmæli
sínu lét yfirvald staðarins frá sér fara ungt verk í anda og heitt í skapi,
leikrit um reyfarann og kvennaflagarann Magnús Heinason — víking
og þjóðhetju Færeyinga. Hér veltur á ýmsu, og er ekki um að sakast, þó
einhverjar leikreglur gleymist — en anzi held ég orðalag skjalsins, sem
leikari Walkendorfs á að lesa upphátt efst ó bls. 52 sé forvitnilegt fyrir
væntanlegan leikstjóra. Allt er stórbrotið og mikilúðlegt, blóðheitar kon-
ur og fjörmiklir karlmenn, 24 persónur auk fjölda „statista“, scenuskipti
tið, eins og hjá Shakespeare eða í kvikmynd, ölföng nóg, mikið elskað,
mikið hatað — og aldrei leiðinlegt. Undirstraumurinn er hlýjan til þess
leiksviðs, sem þrátt fyrir allt hefur gefið okkur „Skugga-Svein“ og „Fjalla-
Eyvind".
Annað framlag Húsavíkur, ef svo mætti segja, til leikbókmennta árs-
ins var fyrra bindi Shakespeare-þýðinga Helga Hálfdanarsonar lyfsala.
Síðara bindið kom svo árið eftir. Samtals eru þetta sex leikrit meistar-
ans, þar af tvö áður birt í þýðingum þeirra Matthíasar (Rómeó og Júlía)
og Eiriks Magnússonar (Stormurinn, hér nefnt: Ofviðrið). Fyrir þýðingu
Helga Hálfdanarsonar verður ekkí gerð grein í stuttu máli, en það er
fljótséð, að vel er unnið að nytsemdarverki fyrir leiksvið vort. Vonandi
birtir Helgi fleiri Shakespeare-þýðingar sinar. Það er menningarauki að
þeim. Og vonandi sér Þjóðleikhúsið sóma sinn í þvi að gefa út Shake-
speare-þýðingar Indriða Einarssonar, sem kváðu liggja huldar augum
dauðlegra í bankaboxi í kjallara Landsbankans. Þá skuld verður Þjóð-
leikhúsið að gjalda frömuði sínum fyrr en seinna.
Athygliverð er þýðing dr. Alexanders Jóhannessonar á Maríu Stúart,
sorgarleik i 5 þáttum eftir Schiller, sem út kom á 150. ártíð skáldsins
1955. Gegnir furðu, að Þjóðleikhúsið skyldi ekki sýna þetta verk, er önn-
ur leikhús minntust skáldsins, og það því fremur, er þýðandinn var
handgenginn maður Indriða Einarssonar í baráttunni um og fyrir þessa
stofnun.
Hins vegar sýndi Þjóðleikhúsið „Hörtd dauSans“ eftir Kristján Alberts-
son, leikrit í fimm þáttum, haustið 1958 með breyttu nafni, Haust, og
af siðvanalegu lítillæti talið í leikskrá „réttlæta öðru fremur þá stór-
mannlegu ráðstöfun lítillar þjóðar, að hafa reist sér veglegt þjóðleikhús
í höfuðstað landsins", sem er náttúrlega fullmikið mælt, og þó ekki nema
heilagur sannleikur með afrek hússins in mente. Það var ánægjulegt að