Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 269
Skírnir
Ritfregnir
263
lesa og síðar að sjá þetta leikrit.Að öðru leyti vísast til umsagnar minnar
í Félagsbréfi Almenna bókafélagsins fyrra ár.
1 þessu lauslega yfirliti er þá ógetið þess höfundar, sem leiksvið vort
má vænta mikils af. Þrettánda leikritið í leikritasafni Menningarsjóðs
1957 var Kjarnorka og kvenhylli, gamanleikur í fjórum þáttum, eftir
Agnar Þórðarson. Leikritið var frumsýnt af Leikfélagi Reykjavíkur
haustið 1955 og náði þá þegar fádæma vinsældum. Agnar Þórðarson er
einstaklega geðþekkur leikritahöfundur. Hann fór laglega af stað með
leikritinu „Þeir koma í haust“, sem sýnt var veturinn 1954—55. Þar
tróð hann fornar slóðir íslenzkrar leikritunar að formi, stíl og efnisvali.
Demon hans lét lítið á sér kræla í þessu Grænlands-leikriti, en skaut
upp kollinum í gamanþáttum í útvarpinu, svo sem í „Förin til Brazilíu"
og „Spretthlauparanum". Það er áreiðanlegt mál, að satiran er hin
sterka hlið Agnars Þórðarsonar, oftast góðlátleg, en stundum beisk og
óhlifin, og er merkilegt, að þá bitnar hún oftast á kvenfólkinu. Það er
lítið oiðið eftir af dömunni í frúnni í „Kjarnorkunni", um það bil er
lokið er, en maður hennar, alþingismaðurinn, er náttúrlega heldur ekki
upp á marga fiska. Ef nokkuð er, má finna Agnari til foráttu, að það er
eins og hann bresti kjark til þess að fylgja ádeilu sinni eftir. Við það
nálgast gamanleikurinn meiningarlaust grin farsans, en vitaskuld, hann
gengur betur í fólkið. Agnar Þórðarson vann að hinu fullgerða leikriti
í samréði við leikstjóra Leikfélags Reykjavikur, Gunnar Róbertsson
Hansen, eins og vera bar vegna sýningar leiksins. Verkið sjálft ber þess
vitni, að samvinnan hefur verið til fyrirmyndar. L. S.
Alexander Jóhannesson: How did Homo Sapiens Express the Idea
of Flat? Fylgirit Árbókar Háskólans 1957—1958. Reykjavik 1958.
Þetta er fjögurra arka bók, beint framhald síðustu rita Alexanders
prófessors Jóhannessonar um það, hvernig frummanninum lærðist að tjá
félögum sínum hug sinn eða tilfinningar með hljóðaröðum þeim, sem
við köllum orð, en eins og kunnugt er hefur hann lagt mikla vinnu í að
rannsaka rætur ýmissa fjarskyldra eða óskyldra málafylkinga,1 og kanna
hversu þær koma heim við kenningar hans um uppruna tungumála. I
fyrri bókum sínum hefur hann komizt að þeirri niðurstöðu að hljóða-
sambönd er táknuðu tilfinningar fremur en annað, væru um 5% hinna
endurgerðu indóevrópsku frumróta og náttúruhljóðin næðu til um 10%.
Höf. telur að þriðja stig málmyndunar mannsins hafi verið að likja eftir
lögun hlutanna, og hið fjórða væri myndun óhlutstæðra orða, en til þeirra
telst meginþorri orða i menningarmálum. Höf. hefur safnað um þriðja
t) Það er eðlilegra og í betra samræmi við aðrar vísindagreinar að tala
um indóevrópsk mál sem eina málafylkingu fremur en málaflokk. Mála -
flokkur er heppilegra um undirflokkana, germönsk mál, rómönsk og
þess háttar.