Skírnir - 01.01.1958, Side 270
264 Ritfregnir Skírnir
stigið fjölda dæma úr indóevrópsku, hekresku, fornkínversku, polynesisku,
tyrknesku og grænlenzku.
Á einum stað í þessu riti minnist höf. á þá erfiðleika sem eru því
samfara að bera saman orðrætur mismunandi málafylkinga, og bendir á
þá sjálfsögðu leið að málfræðingar, sérfræðingar hver úr sinni hálfu heims,
taki höndum saman um rannsóknir sem þessar. Hann minnist einnig
nokkuð á það sem aðrir fræðimenn, Sir Richard Paget, Charles Darwin
o. fl., hafa skrifað um uppruna tungumála. Annars ræðir höf. í þessari
bók fyrst um niðurstöður eldri bóka sinna og minnir m. a. á þá kenn-
ingu sina að frummaðurinn hafi með tunguhreyfingum líkt eftir lögun
hlutanna. Hann telur að tunguhreyfingin til að tákna flata hluti hafi
verið að færa tunguna eða tungubroddinn frá tönnum og aftur að gómi
og þar með hafi komið upp hljóðasamböndin tannhljóð + sérhljóð + góm-
hljóð, en með þeim telur hann n, 1 og r (þessi tvö síðastgreindu telur
hann eiga sér tvenns konar uppruna og hlutverk, annars vegar sem tann-
hljóð og hins vegar sem uppgómhljóð). Með þessu móti safnar hann
fjölda róta úr mismunandi málafylkingum sem merkja „flatur, að þenja,
fljóta" og fleira þvílíkt, eða 46 alls úr indóevrópskum málum, 30 úr hebr-
esku, 16 úr kínversku, 12 úr polynesisku, 28 úr tyrknesku og 22 úr græn-
lenzku. Þessum 154 rótum skiptir hann í sex hópa — þvert á allar mála-
fylkingar: 1) tannhljóð + sérhljóð + n, 2) tannhljóð + sérhljóð + r, 3)
tannhljóð + sérhljóð +1, og 4—6) sams konar sambönd með varahljóð í
stað tannhljóða sem upphafshljóðs. Hann bendir einnig á rætur úr nokkr-
um fleiri málum sem hann hefur ekki rannsakað sérstaklega í þessum
tilgangi, en meðal þeirra eru lappneska og Indíánamál nokkurt úr Pata-
góniu. Þessar athuganir telur hann styðja kenningu sína. — í bókarlok
eru svo skrár.
Heldur mikið finnst mér höf. leggja upp úr þeirri staðreynd að um
helmingur jarðarbúa mun tala indóevrópsk mál, því að þau hafa verið
mál hvíta kynstofnsins og að verulegu leyti hlotið þessa útbreiðslu sakir
yfirráða hans á jörðinni, og eru engar sannanir um það að hlutföll milli
málafylkinga frummannsins hafi verið svipuð þvi sem nú er; þvert á
móti eru sögulegar sannanir fyrir útbreiðslu indóevrópskra mála á kostn-
að annarra málafylkinga. Höf. hefur eftir enska fornfræðingnum V. G.
Childe þá staðhæfingu að tölfræðilega sé óhugsandi að steinaldarmenn
í Evrópu hafi á mismunandi stað og mismunandi tíma komizt á lag með
að höggva sér sams konar steinaxir, heldur hljóti einn að hafa lært af
öðrum. Ég get ekki skilið að svo hljóti það að hafa verið, því að við lík-
ar aðstæður getur líkur árangur náðst hvar sem er. Annars er þetta ekki
aðalatriði í sambandi við kenningar Alexanders Jóhannessonar; þær standa
ekki né falla með þessu. Hins vegar hefur ekki enn reynt á þær þann
veg sem sanni þær eða afsanni. Menn hafa margir tekið þeim með þögn,
aðrir verið fullir vantrúar, og sumir hrifizt með. Þó veit ég ekki til að
neinn hafi tekið sér fyrir hendur það sem meginmáli skiptir um svona