Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 271
Skímir
Ritfregnir
26b
kenningar, en það er að rannsaka málið sjálfur i þeim tilgangi að finna
röksemdir sem nota mætti til að dæma um þær, annaðhvort grundvöll
þeirra eða vinnubrögð við rannsóknirnar.
Ég get ekki neitað því að mér virðist undirstaða sú sem rannsóknir
af sama tagi og Alexanders Jóhannessonar hljóta að byggjast á, varla
vera nægilega traust; ég held að það sé að minnsta kosti ósannað að hún
sé það. Slíkar rannsóknir verður að reisa á endurgerðum orðrótum, en
við vitum ekki hversu margar af þeim eru rangar og ekki heldur hversu
rétt kann að vera farið með merkingar þeirra í orðsifjabókum. Þetta á
ekki sizt við um misvel rannsakaðar málafylkingar, eins og raunin mun
vera á um ýmsar aðrar en hinar indóevrópsku. Hitt virðist mér skipta
minna máli þó að ræturnar sem rannsóknin byggist á, séu frá mismun-
andi tima, því að ef frummaðurinn bjó sér til orð fyrir 100 þús. eða 40
þús. árum á þann veg sem Alexander Jóhannesson ætlar, þá gat hann
eins gert það fyrir 50 þús. eða 20 þús. árum; mál hans hefur sjálfsagt
ekki þroskazt svo ört á því stigi. Ég fæ ekki heldur séð að Alexander hafi
í rannsóknum sinum tekið neitt tillit til mismunandi aldurs orðrótanna,
en annars skal hér ekki farið út í að dæma rannsóknaraðferðir hans né
kenningar þessar almennt; til þess skortir mig þekkingu og öll skilyrði.
Hitt virðist mér auðsætt að heiðarlegir málfræðingar sem velta fyrir sér
gátunni miklu um uppruna tungumála, komist ekki hjá því að rannsaka
kenningar Alexanders Jóhannessonar — og taka hleypidómalausa afstöðu
til þeirra hugmynda sem þar koma fram. Árni BöSvarsson.
A History of Icelandic Literature by Stefán Einarsson. The John
Hopkins Press for The American-Scandinavian Foundation. New York
1957.
Stefán Einarsson prófessor, höfundur þessarar bókar, er afkastamikill
rithöfundur um málfræðileg og bókmenntaleg efni. Hann hóf fræðimanns-
feril sinn sem málfræðingur og samdi þá merkileg rit og ritgerðir um
hljóðfræðileg og hljóðsöguleg efni. Á síðari árum virðist áhugi hans hafa
beinzt meira að íslenzkum bókmenntum, og er þessi siðasta bók hans
gleggst vitni um það.
Þessi nýja bók Stefáns Einarssonar er saga íslenzkra bókmennta frá
upphafi til vorra daga eða nánara tilgreint til ársins 1955. Mér vitanlega
hefir ekki áður verið samin samfelld íslenzk bókmenntasaga um allt þetta
tímabil, og ég dáist að þeirri dirfsku, sem til þess þarf. Vitanlega styðst
dr. Stefán við annarra rannsóknir i mörgum efnum, en sumt hefir hann
orðið að rannsaka frá grunni, svo sem bókmenntir siðustu ára.
Höfundur segir i formála, að hann hafi tekizt á hendur samningu
bókarinnar fyrir The American-Scandinavian Foundation að beiðni dr.
Henry Goddard Leach. Samkvæmt því má ætla, að bókin sé frá önd-
verðu hugsuð sem almennt kynningarrit um íslenzkar bókmenntir, en