Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 272
266
Ritfregnir
Skírnir
ekki sérstaklega ætluð erlendum stúdentum, sem stund leggja á íslenzk
fræði, þótt vitanlega geti hún orðið þeim að góðu gagni.
1 fyrri hluta bókarinnar er efnisskipunin öll skýr. Ræðir höfundur
þar um hverja grein fornbókmenntanna fyrir sig: Eddukvæði, dróttkvæði,
helgikvæði, veraldlegan kveðskap (dansa og rímur), klerklegar bókmennt-
ir, elztu sagnaritara (Sæmund og Ara), konungasögur, fslendingasögur,
Sturlungu, fornaldarsögur, riddarasögur og lygisögur. Yfirleitt hefir höf-
undur hlutlægt sjónarmið, getur helztu kenninga, er fram hafa komið
um hvert atriði, en kveður sjaldnast upp persónulega dóma, og kann
sumum að þykja það tii lýta. Sérstaklega verður þess vart, að hann hefir
mikinn áhuga á formi bókmenntanna, ræðir t. d. meira um bragarhætti
en títt er i slikum yfirlitsritum og virðist hafa kynnt sér það mál af
kostgæfni. Vitanlega risa alltaf vandamál, þegar fylgt er slíkri skiptingu
sem þeirri, er dr. Stefán notar. T. d. mætti spyrja, hvað réttlætanlegt sé
að kalla klerklegar bókmenntir. Hómiliur og heilagra manna sögur heyra
vitanlega til þessari grein, en margt fleira hafa klerkar fengizt við. Dr.
Stefán telur ýmiss konar visindi, svo sem málfræði, málskrúðsfræði og
stjömufræði, til þessarar bókmenntagreinar, og má ef til vill færa þetta
til sanns vegar. En mörkin hljóta hér að vera óglögg, t. d. hver sagn-
fræðirit skulu teljast klerkleg og hver ekki. Dr. Stefán greinir sundur
dróttkvæði og helgikvæði. Skal ég ekki að þessu finna, en vil þó benda á,
að sumir bókmenntafræðingar telja helgikvæðin fornu (önnur en Sólar-
ljóð, sem svipar meira til Eddukvæða) til dróttkvæða. Virðist það eðli-
legt vegna skyldleika þeirra í formi og stíl.
En ef á heildina er litið, má segja, að með þeirri niðurröðun efnis,
sem höfundur notar í fyrri hluta bókar, fáist greinargott yfirlit um þró-
un hinna fornu bókmenntagreina, hverrar um sig.
Nokkuð annað verður uppi á teningnum, þegar næstu kaflar eru at-
hugaðir. Á bls. 185 hefst kafli, er nefnist Veraldlegur kvéSskapur 1550
—1750 (Secular Poetry, 1550—1750). Þessi kaflafyrirsögn er mjög vill-
andi, og svo er raunar um fleiri í síðari hluta bókar. Hér er sem sé alls
ekki fjallað sérstaklega um veraldlegan kveðskap á þessu tímabili, held-
ur almennt um bókmenntir þessara alda, þó að því undanskildu, að áður
hefir verið gerð grein fyrir kristilegum ritum siðskiptaaldar. Á tímabil-
inu 1550—1750 ber vitanlega mikið á veraldlegum kveðskap, svo sem
rímum, vikivökum og kvæðum sumra höfuðskálda, t. d. Hallgríms Pét-
urssonar og Stefáns Ölafssonar. Að þessu öllu er vitanlega vikið i kafl-
anum. En hér er einnig fjallað um andleg Ijóð, svo sem Passíusálmana,
og ýmis rit í lausu máli, svo sem Ævisögu Jóns Indíafara, Píslarsögu Jóns
Magnússonar og Vidalínspostillu. Mér virðist eðlilegt -— eins og höfund-
urinn gerir — að gera grein fyrir tímabilinu í heild, en hví gat kafl-
inn ekki einfaldlega heitið TímabiliS 1550—1750?
Það er dálítið skemmtilegt að athuga, hve miklu rúmi höfundur ver
til þess að gera hverju atriði skil. Einkum er athyglisvert hlutfallið milli