Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 273
Skírnir
Ritfregnir
267
einstakra bókmenntagreina og einstakra höfunda. Nú ber vel aS athuga,
að stundum má gera góðum rithöfundi skil í stuttu máli og stundum erf-
itt að gera miðlungsrithöfundi skil nema í löngu máli. En ef á heild-
ina er litið, hygg ég eðlilegra, að betri rithöfundurinn fái lengra rúm en
hinn siðri. Ég hefi sérstaklega athugað þctta hlutfall í bók dr. Stefáns
með hliðsjón af nokkrum rithöfundum og skáldum siðari tima. Indriði
Einarsson og Jóhann Sigurjónsson fá élíka mikið rúm, riflega blaðsíðu
hvor. Guðmundi Kamban er helgað helmingi meira rúm. Ljóðskáldunum
Hannesi Hafstein, Guðmundi Guðmundssyni og Unni Bjarklind er gert
jafnhátt undir höfði og þeim Indriða og Jóhanni, og sama máli gegnir
um Gest Pálsson, sem þó var einn helzti frumkvöðull nýrrar bókmennta-
stefnu hérlendis, og Þorgils gjallandi er honum jafn, en Guðmundur
Friðjónsson og Einar Kvaran fá mun meira rúm. Þannig mætti lengi
telja. Ég hygg, að ekki sé sanngjamt að segja, að þetta spegli persónu-
legt mat dr. Stefáns á höfundunum, en nokkra vísbendingu um það ætti
þetta að gefa.
Ég skal vera fáorður um dóma dr. Stefáns um einstök verk og einstaka
Iiöfunda. En viða er ég á annarri skoðun. Stundum virðist mér lof hans
missa marks. Ég veit t. d. ekki, hvort Indriða Einarssyni er nokkur greiði
ger með því að telja hann hafa á tilteknu sviði skarað fram úr þeim
Ibsen og Bjömson. Verður þetta ekki til þess, að menn fara að bera hann
saman við þessa höfunda að öðm leyti? Og ekki er það Guðmundi Frið-
jónssyni til lasts, þótt það orki hlægilega á lesandann að likja honum við
sjálfan Bach. En þess ber vel að gæta, að dómar manna um listaverk
orka ávallt tvimælis og em næsta sundurleitir.
Einna síztur virðist mér kaflinn um timabilið 1940—1955. Þar má
segja, að öllu ægi saman, merku og ómerku. Þar em upptaldir vel flestir
Islendingar, sem gripið hafa penna á þessu timabili og sauðir yfirleitt
ekki greindir frá höfrum. En dást má að því, hve höfundur hefir enzt
til að lesa margt, sem aldrei verður minnzt á i bókmenntasögum fram-
tíðarinnar. Þá virðist mér höfundur gera of mikið að því að rekja stjórn-
málaskoðanir skálda og rithöfunda. Stundum skipta þær máli, en stund-
um ekki.
Þótt ég hafi nú fundið að ýmsu í bókmenntasögu dr. Stefáns Einars-
sonar, vil ég að lokum taka fram, að hún er á margan hátt hið merk-
asta ritverk. Hún er unnin af fræðimannlegri alvöm, og að baki henni
felst geysimikil vinna. I henni er að finna afarmikinn fróðleik um ís-
lenzkar bókmenntir á öllum öldum. Það er mikilsvert, að slíkt rit skuli
vera tiltækt á einni höfuðtungu þjóðanna, og er þess að vænta, að bók-
in veki áhuga margra á að kynna sér íslenzkt mál og bókmenntir. Þá
er það einnig mikill kostur, hve bókin er handhæg í notkun. Henni fylg-
ir nákvæm nafna- og orðaskrá (Index), sem auðvelt er að finna eftir
hvert það atriði, er menn vilja sérstaklega kynna sér. Hafi dr. Stefán
þökk fyrir bókina. Halldór Halldórsson.