Skírnir - 01.01.1958, Side 275
Skímir
Ritfregnir
269
legið ónotaðar í hirzlum og aðeins verið teknar fram einstöku sinnum
tignarmönnum til augnagamans, heldur verið mörgum liðnum kyn-
slóðum til uppörvunar og gleði.
Ég skal fúslega játa, að einmitt svo var mér innanbrjósts í British
Museum og efa ekki, að svo hefir fleirum farið.
1 6. þætti er „sögð saga nokkurra skinnbóka sem voru á mismunandi
stigi tortímingar þegar þeim eða leifum þeirra var borgið". Er það sorg-
arsaga, en mætti verða mörgum eftirminnilegur og þarfur lestur. Miklu
bjartara er yfir næsta kafla, en þar er lýst að nokkru rúmlega 20 hand-
ritum, og eru þar á meðal margar mestu gersemarnar, sem geymzt hafa
að meira eða minna leyti, svo sem Konungsbók Snorra Eddu, Möðruvalla-
bók, Hauksbók, Frísbók, Morkinskinna, Króksfjarðarbók, Flateyjarbók o. fl.
Næstu þættir fjalla um söfnun handrita hérlendis frá 17. öld til 19.
aldar, fyrst söfnun á vegum Danakonunga, þá Svía, söfnun Árna Magn-
ússonar og síðar annarra á 18. og 19. öld. Ég hygg, að Islendingar muni
lesa þessar frásagnir með blöndnum tilfinningum. Við vitum ekki, hver
hefðu orðið örlög þessara bóka, ef þær hefðu orðið áfram á Islandi. En
gera má ráð fyrir því, að margt þeirra hefði eyðzt. Hitt vitum við, að
allmargt af þvi, sem safnað var, hefir geymzt, en fjöldi bóka hefir einn-
ig glatazt. ömurlegustu dæmin um það eru tvö. Hið fyrra er skiptapinn
1682, er Hannes Þorleifsson fórst í hafi og með honum margt handrita.
Höfundur Handritaspjalls dylur sáran söknuð sinn yfir þessari miklu
missu með kaldranaskap og segir:
Skipið fórst í hafi, undir Langanesi að haldið var, og er þessara
bóka þar að leita. (Bls. 85).
Hinn stórskaðinn var bruninn mikli í Kaupmannahöfn 1728, sem
íslendingar hafa minnzt lengur og sárar en Danir.
f síðustu þáttum bókar er fjallað um nýja tækni við handritalestur
(notkun útfjólublás ljóss), sýnt, hvernig rekja má ættir handrita, sagt
frá ljósmyndaprentun handrita og getið um helztu handritaskrár.
Ég hefi miklar mætur á stíl höfundar, en nenni ekki að þegja um,
að ég hefi orðið þess var, að ýmislegt, sem venja er á íslandi að kalla
„sérvizku", fer fyrir brjóstið á sumum. Höfundur notar aldrei punkt til
þess að tákna raðtölu, eins og nú tíðkast. Hann skrifar „12tu öld“, „16du
öld“ o.s. frv. Eitthvað virðist honum í nöp við orðasambandið til dœmis.
Mér er nær að halda, að það komi ekki fyrir í bókinni. f stað þess not-
ar hann orðasambandið til að rnyrtda, sem nú er lítt í tizku. Þá er ekki
síður gaman að því, hve höfundur lítur óhýru auga hljóðbreytingar, sem
gerzt hafa í málinu eða eru að gerast. Um breytinguna hv'i> kv (t. d.
hvítur~i>kvitur) segir hann:
En sá ósómi hefur síðan farið um landið eins og eldur í sinu (Bls. 18).
Um þetta á Jón Helgason vafalaust skoðanabræður á íslandi. En um
hitt efast ég, að nokkur annar leggi nú siðamat á breytinguna y>f (t. d.