Skírnir - 01.01.1958, Síða 276
270
Ritfregnir
Skírnir
flytja)>flitja) og aðrar samsvarandi, en þetta, segir höfundur, að verið
hafi „óheillavænlegur atburður".
Slíkar persónulegar athugasemdir og siðferðilegir dómar um mál-
sögulega þróun þykja mér miklu fremur til prýðis, enda þótt ég efi, að
höfundi sé mikil alvara með þeim.
Til gamans skal þess getið, að höfundur beygir orðið akkur á annan
hátt en ég er vanur. Hann notar þolfallsmyndina akkur (bls. 95), en ég
hefi aðeins heyrt myndina akk. Beyging sú, er höfundur notar, er kunn
úr orðabókarhandriti Jóns Grunnvíkings, en mér er ókunnugt um, hvort
höfundur hefir hana þaðan eða þekkir hana úr alþýðumáli.
Ef ég ætti eitthvað að bókinni að finna, væri það helzt, að svo virð-
ist sem hver þáttur sé saminn sem sjálfstæð heild, en ekki sem hluti af
stærra verki. Þetta veldur þvi, að samband einstakra þátta er í lausasta
lagi á köflum.
Mikill fengur er að bókinni Handritaspjalli. I henni er á alþýðlegan
hátt lýst veigamiklum þætti islenzkrar menntasögu. Höfundur er —
sem vænta mátti — efninu svo ílifur, að ætla mætti, að hann hefði ekk-
ert þurft fyrir því að hafa að semja bókina, eini vandi hans hafi verið
að velja og þó einkanlega að hafna.
Bók Jóns Helgasonar, spái ég, að verði íslenzkum almenningi kær og
jafnvel bíði hennar sömu örlög og sumra íslenzkra handrita: að vera les-
in upp til agna. Islenzka þjóðin á nú í harðri deilu um handritin, og þótt
enginn efi, að Islendingar sigri að lokum í þeirri baráttu, er mikill styrk-
ur að því, að sem flestir kunni sem bezt skil á sögu handritanna. Á þann
hátt verður bókin styrkur í einu helzta áhugamáli alls þorra Islendinga.
Halldór Halldórsson.
Gyldendals opslagsbok. 1. Redigeret af A. P. Hansen og Anders
Svarre. Gyldendal MCMLVIII.
Fyrsta bindi þessarar alfræðibókar kom á markað 8. september í haust.
Það nær yfir stafina a—d og er 560 tölusettar blaðsíður í allstóru broti.
En bókin er raunverulega nokkru stærri, því að margar myndasíður
eru ekki tölusettar. Ráðgert er, að sjálf alfræðibókin verði í fjórum bind-
um, álíka stórum, en auk þess verði eitt bindi með nafnaskrá og atriðis-
orðum (Indexbind). Ætlunin er, að útgáfunni verði að fullu lokið haust-
ið 1960.
Af því, sem nú hefir verið sagt, ætti að vera ljóst, að hér er um að
ræða tilraun til þess að gera litla alfræðibók, en slíkar bækur gerast nú
æ nauðsynlegri á heimilum, því að fáir einstaklingar hafa efni á þvi að
kaupa mjög stórar alfræðibækur.
Hið fyrsta, sem vekur athygli, þegar flett er þessu fyrsta bindi bók-
arinnar, er hinn mikli sægur mynda og korta, sem hana prýða. Gert
er ráð fyrir, að um 10 þúsund myndir verði í bókinni allri eða um 35%