Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 277
Skírnir
Ritfregnir
271
af efni hennar. Þetta mun vera stórum meira en í alfræðibókum af sam-
svarandi stærð. En þetta er þó ekki aðalatriði, heldur hitt, hversu vel
myndimar em úr garði gerðar. Mikilsverðar em t. d. skýringarmyndir,
er varða stærðfræði og eðlisfræði og stuðla að þvi, að gera flókin við-
fangsefni þessara erfiðu fræðigreina skiljanleg þeim, sem litla undir-
stöðu hafa á þessum sviðum. Þá eru einnig mjög góð landabréf i bókinni.
Og mörgum mun finnast mikið til um listaverkamyndirnar, sem ýmist
eru í eðlilegum litum eða með venjulegum prentlit. Allt er þetta lesand-
anum til gagns og gamans.
Sérstaklega mun bindið með atriðisorðunum auka gildi bókar og gera
hana handhægari í notkun. Þeir, sem vanir eru að nota alfræðibækur,
vita, að það er ekki alltaf hlaupið að því að fletta upp í þeim með ár-
angri. Fyrir kemur það, að til er margs konar ritháttur á nöfnum (t. d.
mannanöfnum og staðaheitum), sumir staðir hafa borið mörg nöfn á
aldanna rás o. s. frv. Til þessa verður tekið tillit í viðbótarbindinu. Þar
verða einnig nöfn á plöntum, dýrum, líffærum, sjúkdómum o. fl. ekki
aðeins greind með venjulegu heiti, heldur einnig sínu visindalega latn-
eska heiti. Þar verða einnig tilgreind einstök verk rithöfunda o. s. frv.
Þess er vitanlega enginn kostur að dæma slika bók sem þessa eftir
stutta notkun. Ég hefi aðallega athugað hana með hliðsjón af því, sem
ég hefi sérþekkingu ó, og hefir mér virzt, að fróðleikur sá, sem hún flyt-
ur, sé yfirleitt öruggur, en oft hefi ég óskað eftir því, að frásagnir væru
fyllri. En við það hefði hókin vitanlega lengzt og orðið dýrari. 'ímissa
hluta, sem varða íslenzk efni, sakna ég, en athuga ber, að hókin er um
fram allt gerð fyrir Dani, og þeir lita þau mál vitaskuld öðrum aug-
um en við. Þó skal þess getið, að furðumargt er sagt um norræna goða-
fræði.
Mér lízt svo á, að þessi bók gæti orðið til mikils menningarauka á
íslenzkum heimilum, meðan enn er ekki kostur íslenzkrar alfræðibókar.
Halldór Halldórsson.
Jón Dan: Sjávarföll. Mánaðarbók Almenna bókafélagsins, apríl 1958.
Löngum hafa rithöfundar og skáld spreytt sig á ýmsum formum skáld-
skapar, fengizt jöfnum höndum við gerð smásagna, skáldsagna, ljóða o. s.
frv. En tíminn, óskeikulasti ritdómarinn, leiðir þó oftast í ljós, að verk
þeirra í einni hókmenntagrein lifa, en önnur hverfa i skuggann. Enginn
veit fyrirfram, hvaða form honum lætur bezt, og er mönnum þvi hyggi-
legt að þreifa fyrir sér á þessu sviði.
Sjóvarföll er stutt skáldsaga, hin fyrsta, er birtist eftir Jón Dan, en
áður hefur hann hlotið viðurkenningu sem smásagnahöfundur. Einn kafli
úr sögunni hefur áður birzt sem smásaga í Félagsbréfi Almenna bóka-
félagsins 1957 (5. hefti) og sómir sér ágætlega sem sjálfstæð heild, en
er annars í of lausum tengslum við baráttusögu Þorra Sighvatssonar.
Þorri heyr tviþætta baróttu: annars vegar fyrir hamingju sjálfs sín, hins