Skírnir - 01.01.1958, Side 278
272
Ritfregnir
Skírnir
vegar fyrir lífsafkomu foreldra sinna. Þau eru landsetar tengdaföður
hans, Stóruvíkurbóndans, sem rýrir stöðugt sökum fjárgræðgi sinnar land-
kosti jarðarskikans, sem þau búa á. Þorri lifir engu sældarlífi í hjóna-
bandi sínu og hefur einu sinni strokið frá konu sinni, en hafnað að lok-
um hjá henni aftur. Nú hleypst hann öðru sinni á brott heim til for-
eldra sinna. Þar er þá stödd stúlkan Gróa (Góa), en þeim Þorra hefur
lengi litizt hvoru á annað, og nú blossar auðvitað ástin upp. Eins og við
er að búast, neytir eiginkona Þorra allra bragða til að fá hann til að
snúa aftur. Lokaátök sögunnar eru svo, þegar tengdafaðir hans kemur
sjólfur og gerir úrslitatilraun sína, hagar orðmn sínum é ýmsan veg
eftir því, sem hann telur hrifa bezt, og tekur á miklu. Loks fær Þorri
sjóinn í lið með sér, þótt með ólíkindum sé, en allt kemur fyrir ekki.
1 sögulok er Stóruvíkurbóndi óbugaður og getur haldið ótrauður áfram
að spilla túnskæklinum fyrir leiguliða sínum, ef honum býður svo við
að horfa. Þorri er þá að búast til sjóróðra og virðist ákveðinn að láta í
engu undan ásókn Stóruvíkurfólksins. Að öðru leyti er allt harla óráðið
um úrslit málanna, ekkert um það vitað, hvort foreldrar Þorra verða
að hrekjast frá kotinu. Hefði höfundi verið vorkunnarlaust að greiða bet-
ur úr þessu, þótt sagan hefði lengzt eitthvað við það.
1 sögu þessari teflir Jón Dan fram tveimur andstæðum. Þorri og fólk
hans eru fulltrúar heilbrigðra lífsviðhorfa, — fólk, sem vinnur hörðum
höndum við búskap og sjósókn og unir glatt við sitt. Hins vegar er svo
Stóruvíkurfólkið, sem er argasta hyski, ágjarnt úr hófi fram og fullt af
hatri og slægð. Hér eru ljósir litir sparaðir um of í mannlýsingum. Þá
er ekki laust við, að eftirlæti höfundarins, þau Þorri og Góa, séu dálítið
svipdauf, einkum stúlkan. Foreldrar Þorra eru skýrari, þótt þau komi
minna við sögu.
Það leynir sér ekki, að Jón Dan hefur lagt sig í líma við að hnit-
miða stíl sinn. Því miður hafa tilraunir hans i þá átt heppnazt miður
en til var ætlazt. Málið er t. a. m. viðast allt of bókmálskennt og hátið-
legt, einkum í samtölum, jafnvel klaufalegt, en hér verður ekki hirt
um að tína saman dæmi um síkt. En þrátt fyrir ýmsa ágalla er hér um
að ræða sögu, sem er um margt athyglisverð. Mest er þó um það vert,
að Jón Dan virðist fara sínar eigin leiðir, a. m. k. er ekki auðgert að
benda á nærtæk dæmi um innlendar fyrirmyndir. Slíkt er jafnan góðs
viti. Gurmar Sveirtsson.
Jónas Árnason: Veturnóttakyrrur. Reykjavik. Heimskringla MCM-
LVII.
Fátt mun vera rithöfundum meira keppikefli en að ná þeirri hylli
almennings, sem er forsenda þess, að bækur þeirra verði eftirsótt verzl-
unarvara, fólk kaupi þær og lesi. Því marki er aðeins fáum höfundum
lagið að ná, þegar reyfarahöfundar eru frá taldir. Jónas Árnason er einn
í hópi þeirra, sem ekki þurfa að kviða sölutregðu á bókum sínum, þar