Skírnir - 01.01.1958, Síða 279
Skímir
Ritfregnir
273
sem fyrstu tvær bækur hans voru orðnar ófáanlegar, þegar hin þriðja
í röðinni, Veturnóttakyrrur, kom út.
Jónas er að ýmsu leyti sérstæður höfundur. Hann hlaut þjálfun sina
á ritvellinum sem blaðamaður. Það hefur raunar verið sumum rithöf-
undum óhollur skóli að hafa stundað blaðamennsku. Starfið er nefni-
lega þess eðlis, að oft verður að hafa hraðan á. Hættir því blaðamönnum
til að hugsa of hratt og láta vaða á súðum, að því er mál og stíl varðar.
Jónasi hefur tekizt furðanlega að sneiða hjá þessum hættum. Að vísu
er hann tíðast óþarflega orðmargur og teygir lopann óspart, en flestir
útúrdúrar hans eru frásögninni til bragðbætis, og stundum eru þetta
smellnar skrýtlur. Er þá komið að einu megineinkenni Jónasar sem rit-
höfundar, en það er góðlátleg, en þó drjúg kimni, sem lætur lítið yfir
sér. I frásögninni af Mr. Sommers er samt allt of langt gengið í þá átt
að knýja fram fyndni.
Bókin greinist í þrjá kafla: frásagnir, svipmyndir og sögur. Á frá-
sögnum og svipmyndum er sá einn munur, að frásagnimar eru lengri.
Sögurnar þrjár skera sig hins vegar úr og eru, að þvi er mér finnst,
heldur lakari, hin fyrsta of langdregin, hinar tvær hálfþyngslalegar.
En beztu rithöfundarkostir Jónasar leyna sér ekki i bókinni. Hann kann
þá list að segja frá á þann hátt, að allt verði sjónhæft og lifandi. Eftir-
tektargáfan er í bezta lagi, enda gerir hann mikið að því að lýsa hlut-
unum út í yztu æsar, svo að sumum finnst eflaust nóg um smáatriðin.
Sitt af hverju hefur Jónas lært af þeim Þórbergi og Laxness, að því er
tekur til stíls og frásagnarháttar, en allt um það á hann sinn eigin tón,
sem ekki verður villzt á. Vinsældir sinar á Jónas ekki sízt því að þakka,
að hann hefur gert sér mikið far um að kynnast og skrifa um alþýðu
manna við hversdagsleg störf sín á landi og sjó. Fólkið í landinu sér lifs-
baráttu sína speglast i bókum hans. Eftirminnilegar eru frásagnir hans
Færeyingar og Eitt skot í öræfum, svo að eitthvað sé nefnt, og svipmynd-
irnar Er hó? og Hann Dindill okkar. Verður hér látið staðar numið, þótt
nefna mætti ýmislegt fleira, sem vel er gert. Og þegar á allt er litið,
er Veturnóttakyrrur bók, sem ánægja er að lesa. Gunnar Sveinsson.
Ólafía Jóhannsdóttir: Rit I—II. Hlaðbúð. Reykjavík 1957.
Varla mun nokkur samtíðarkona Ólafiu Jóhannsdóttur hafa átt jafn-
óvenjulega og umsvifamikla ævi og hún. 1 vöggugjöf hlaut hún óvenju-
fjölhæfar og farsælar gáfur, og henni hlotnaðist meiri skólalærdómur en
títt var um konur á hennar dögum. Það hefur og mótað lundarfar henn-
ar og lífsstefnu, að hún ólst upp hjá móðursystur sinni, kvenskörungnum
skapríka, Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður. Nær þrítug að aldri fór Ólafia
utan til náms, en eftir það dvaldist hún langdvölum erlendis og ferðaðist
viða í Norðurálfu og Vesturheimi. Það starf sitt, sem hún gat sér mest-
an orðstír fyrir, vann hún á árunum 1909—20 í höfuðborg Noregs, fórn-
arstarf í þágu þeirra ólánskvenna, sem orðið höfðu borgarsollinum að bráð.
18