Skírnir - 01.01.1958, Page 280
274
Ritfregnir
Skírnir
Síðustu æviár sín vann Olafía að samningu ævisögu sinnar á norsku
og hafði lokið fyrra bindinu af tveimur, er hún lézt, 1924. Var það
prentað árið eftir á Akureyri og nefnist Frá rnyrkri til Ijóss. Hafði hún
sjálf þýtt um það bil þriðjung bókarinnar á íslenzku. Þetta er að því
leyti óvenjuleg ævisaga, að Ólafía leggur áherzlu á að lýsa trúarlífi
sínu frá bernsku og breytingum á því. Hér skal ekki farið neitt út í þá
sálma, en heldur þykir mér þetta hvimleiður lestur, einkum þegar líður
á ævisöguna. Beztur er fyrri hlutinn, þar sem Ólafía segir frá bemsku
sinni og æsku. Allt er vafið fegurðarhjúpi fjarlægðarinnar og margt
fallega og skáldega sagt. Auk þess er málið prýðilega látlaust og hreint.
Hitt aðalrit Ólafíu og hið þekktasta rit hennar er Aumastar allra, sem
kom fyrst út á norsku 1916 og hefur verið endurprentað hvað eftir annað.
Islenzka þýðingu á bókinni gerði Ólafía sjálf. Þar lýsir hún af næmri
samúð nokkrum ógæfusömum stúlkum, sem orðið höfðu á vegi hennar
við líknarstörf hennar. Hver þeirra á sér sína sögu, hver ógæfan sinn
aðdraganda. Sumar stúlknanna leituðu hvað eftir annað til Ólafíu. Þótt
þær hefðu getað bætt ráð sitt í bili, beið freistingin þeirra á næsta leiti,
og hrösunin varð ekki umflúin. En oft bar starfið fullkominn árangur,
stúlkurnar öðluðust á ný jafnvægi í lifnaðarháttum sínum og urðu nýt-
ir þjóðfélagsþegnar. Þá má nærri geta, að gleði Ólafíu hefur verið djúp
og sönn.
Það varð gæfa Ólafíu Jóhannsdóttur, að hún mótaðist í uppvexti af
frænku sinni, sem áður getur. Þær virðast hafa verið að ýmsu leyti lík-
ar í lund, tilfinningarnar heitar og sterkar og kjarkurinn óbilandi að
fylgja fram þeim málstað, er þær töldu, að væri réttur og miðaði til
góðs. Verður vart séð, að Ólafía hefði getað launað frænku sinni fóstrið
á verðugri hátt en hún gerði með lifi sínu og starfi.
Til þessarar útgáfu hefur verið vandað á ýmsan hátt. Ágæt bókarbót
er að skýringum og athugasemdum eftir Sigurð Baldursson héraðsdóms-
lögmann. Einnig fylgir ævisaga Ólafíu eftir Bjarna Benediktsson alþingis-
mann. Gunnar Sveinsson.
Gunnar Benediktsson: Snorri skáld i Reykholti. Heimskringla.
Reykjavík 1957.
Ég hef séð mynd af styttu, sem sagt er, að standi í Reykholti í Borgar-
firði og sé af Snorra Sturlusyni. Hún er sögð vera gerð af norskum
manni, og eftir myndum af styttunni er svo að sjá sem Snorri hafi kom-
ið styttugerðarmanni fyrir auga likt og roskinn fiskimaður norskur.
1 barnaskóla sá ég mynd af Snorra Sturlusyni í kennslubók í Islands-
sögu, og er mér sagt, að hún sé eftir norskan teiknara. Svo hefur fróður
maður skrifað, að myndin sé keimlikust þeim, er hana teiknaði.
Enn aðrir gera sér öðruvísi hugmyndir, hver eftir sínu skapi og smekk,
og gjarna mega menn velta því fyrir sér, hvemig þessi víðfrægi landi
okkar hefur litið út.