Skírnir - 01.01.1958, Síða 281
Skímir
Ritfregnir
275
En þetta eru smámunir hjá öðru, sem meira skiptir, en það er lífs-
ferill og manngerð Snorra Sturlusonar. Menn hafa lengi rakið ævi hans
af bókum þeim, er bróðursonur hans, Sturla sagnaritari Þórðarson, setti
saman og enn má lesa. Og af æviferli hans, svo sem menn skýra hann
og skilja, hafa svo rannsóknarmenn vegið og metið illt og gott og dreg-
ið lærdóma um skapferli hans, siðferði og lífsfar allt.
Bók sú, sem hér getur, hefur það að markmiði, að kryfja kunnar
heimildir um Snorra, rekja eldri skoðanir á þeim reistar, hnekkja þeim
og setja fram nýjar. Það skal þegar tekið fram, að í þessari umsögn
er það ekki ætlunin að rekja röksemdafærslu höfundar eða kryfja niður-
stöður hans til mergjar. Til þess þarf meiri rannsókn heimilda en gerð
verður þessa ritdóms vegna. Ég ætla mér alls ekki að svo stöddu að
blanda mér inn í deilur um, hvernig skilja beri orðalag einstakra frá-
sagna í Islendingasögu og Hákonarsögu, né heldur ætla ég mér þá dul
að ráða í hug Snorra í sambandi við ýmsar gerðir hans, er frá greinir
í heimildum. En um þetta rannsóknarefni hafa auðvitað margir okkar
beztu fræðimenn fjallað af mikilli skarpskyggni og lærdómi, og ber þar
hæst, svo sem kunnugt er, bók Sigurðar Nordals, sem ég hef hvað eftir
annað lesið mér til yndis og sálubótar.
Og um þessa bók Gunnars Benediktssonar skal það sagt hreinskilnis-
lega, að ég tel hana mikilla og góðra gjalda verða. Höfundur hefur lagt
mikla vinnu og alúð við verk sitt, dregið saman geysimikið tilvitnana
og úr öllu unnið af skýrleik. Höfundur hefur haft dirfsku til þess að
ganga í berhögg við eldri skoðanir og reisa nýjar, og er það vel, því að
það vekur til nýrrar umhugsunar, en sem sagt, um réttmæti skoðana
hans og niðurstöðu ætla ég ekki hér að dæma, og má þó vera, að þar
þyki kjarni málsins sniðgenginn.
Höfundur sættir sig ekki við, að Snorri hafi, þá hann lifði, átt sér
önnur ríkari éhugaefni en ritstörfin. Og hann þolir ekki að hugsa til
þess, að þessi höfuðsnillingur íslenzkra hókmennta hafi verið valdafík-
inn og fégráðugur höfðingi, hvað þá að gerðir hans hafi nokkru sinni
jaðrað við landráð. Tilgangur bókarinnar er því fagur og lofsverður.
Bókin er, frá sjónarmiði höfundar, samin til að fegra minningu eins af
mestu velgerðarmönnum þjóðarinnar.
En þrétt fyrir allt, þrátt fyrir góðan tilgang, góð efnistök og vandaða
vinnu, get ég ekki að því gert að bókarlokum, að ýmislegt, sem þar er
fjallað um, orkar á mig likt og deila um keisarans skegg. Snorri Sturlu-
son er fyrst og fremst það, sem hann hefur skrifað, og það haggast ekki,
þó að menn leiði rök að því, að hann hafi verið feitur eða magur, land-
ráðamaður eða föðurlandsbjargvættur, nirfill og niðingur eða öðlingur
og göfugmenni. Þetta þykir kannske glannalega sagt, og vist værum við
að miklu fróðari, ef við vissum, hverju Snorri lofaði Noregsjöfrum eða
hvort hann lofaði þeim nokkru, og hvort hann hafi safnað auði og met-
orðum af fíkn og ílöngun eða aðrir þröngvað því upp á hann o. s. frv.,