Skírnir - 01.01.1958, Side 282
27C,
Ritfregnir
Skirnir
o. s. frv. En hætt er við, að um þetta fáum við aldrei fulla vissu, fyrr
en við komumst í beint samband við Snorra heitinn sjálfan, og þá yrðu
menn meira að segja kannske ekki á eitt sáttir um, að hve miklu leyti
við mættum taka hann sjálfan trúanlegan! Gísli Jónsson.
Guðmundur BöSvarson: Dyr í vegginn. Heimskringla. Reykjavík
1958.
Hverjir eru andlega heilbrigðir og hverjir sjúkir á geði? Hvorir eru
hrjálaðir, við eða hinir? Þvilíkar spurningar vakna við lestur þessarar
skáldsögu Guðmundar Böðvarssonar. Og er þá þegar talinn einn kostur
bókarinnar: hún vekur til umhugsunar og knýr merm til að leysa úr
vanda.
Gaman var, að eitt allra bezta Ijóðskáld okkar skyldi láta frá sér fara
þetta verk í óbundnu máli, enda hefur það marga góða kosti. Dyr í vegg-
inn er skrifuð á fallegu, litriku máli, og höfundur er mikill og smekkvís
stílisti. Gætir hér í öllu hófi síðkiljanskra áhrifa. Fyrir kemur að vísu,
að orðalag verður helzt til um of fornlegt, eins og til dæmis hver em eg,
sú er vakna kunni snemmendis, og notkun tíðartengingarinnar sem mó
hreint ekki meiri vera. En allt eru þetta smámunir, sem skaða heildar-
svip stílsins ekki að ráði.
Samúð höfundar með lítilmagnanum er rík, samúðin með listamann-
inum, sem hnepptur er á geðveikrahæli, eftir að honum hafði reynzt
ókleift að eiga sitt eigið lif vegna ofríkis tengdaforeldra sinna. En höf-
undur er vel á verði gegn allri tilfinningavellu (sentímentalisma), og í
öllu orðalagi og stílblæ hrislast fin kímni, sönn og ekta, þessi sem er
úthverfan á viðkvæmni og sársauka. Ástæða er til að minna á þetta;
við eigum ekki svo marga góða húmorista.
Lýsingar höfundar og athugasemdir eru víða gerðar af mikilli snilld,
og nýtur sín þar orðleikni hans, kimni og skarpskyggni. Vil ég þessu
til sönnunar nefna til lýsinguna á drengnum í þúfunni (bls. 25), lýsing-
una á prestinum, er hann horfir á vegavinnuráðskonuna (bls. 49), frá-
sögnina af karlmennsku vegavinnumanna (bls. 52) og athugasemdina um
lukkupottinn (bls. 92). Rúmsins vegna sleppi ég að tilfæra kaflana.
Persónur sögunnar verða manni allvel skýrar og eru flestar trúverð-
ugar, þó að sumar kunni að vera ýktar nokkuð svo, eins og gengur í
bókum. Afkáraskapur Davíðínu spákonu og aumingjans, dóttur hennar,
rnætti til dæmis vera minni (þar er lýsingin ofstemmd, sem sjaldgæft
er), og kvensemi Lárusar læknis virðist mætti vera eilítið minni. Þó má
segja, að tryggð og staðfesta Margrétar læknisdóttur sé undarlega end-
ingarlítil og sviksemi listbróðurins ótrúlega herfileg, en höfundur vill
vafalaust minna á, að þeim, sem dæmdur hefur verið geðveikur, séu
allar bjargir bannaðar. Jafnvel vinurinn svikur, og eiginkonan gufar upp.
Sagan er nefnilega þannig byggð, að geðveikur maður á hæli skrifar
gömlum kunningja bréf til þess að sanna honum andlega heilbrigði sína,