Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 283
Skírnir
Ritfregnir
277
eða er það kannske þannig, sem á einum stað er gefið í skyn, að hann
hafi þótzt vera geðveikur og leikið of vel? Áður en maðurinn er fluttur
á hælið, er hann stundum á það minntur af einum og öðrum, að hann
sé ekki heill á geðsmunum. Við lestur þeirra orða hvarflar þá gjarna
að manni vísupartur Stephans G.: „Þegar alþjóð einum spáir óláns, ræt-
ist það . ..“ Það er svo margt í þessum heimi, sem háð er meirihluta-
samþykki. Meðan við, hinir „andlega heilbrigðu", erum i meirihluta,
lokum við hina inni á Kleppi. En ef þeir yrðu einhvern tima í meiri-
hluta, þarf þá nokkur að velkjast í vafa um úrslitin? Gísli Jónsson.
Richard Reck: I átthagana andinn leitar, ræður og ritgerðir, gefnar
lit á sextugsafmæli höfundar 9. júní 1957; XXXVIII-j-280 bls. með tveim-
ur myndum.
Sizt er vandaminna að gæta fengins fjár en afla þess. Með gæzlu er þá
jafnframt átt við ávöxtun og varðveizlu, og snertir það bæði andleg verð-
mæti og efniskennd. Ávöxtun hugans auðæfa er hvað helzt fólgin í út-
breiðslu þeirra og að gera þau sem flestum arðbær með kynningu og túlk-
un, líkt og þegar jarðabótamaður þurrkar fen, veitir vatni á engjar og færir
út ræktað land, svo að gróður þess eýkst og eflist.
Fáir eru þeir Islendingar, sem meir hafa kynnt menningu og bókmennt-
ir þjóðar sinnar á erlendum vettvangi með ritstörfum, fyrirlestrahaldi og
kennslu en Richard Beck prófessor. I þakkar skyni við hann fyrir þessi þjóð-
nýtu störf eru ræður þær og ritgerðir, sem hér um getur, út gefnar í 500
tölusettum eintökum. Bókin hefst á þakkarávarpi og árnaðaróskum til af-
mælisbamsins, og standa nöfn 628 manna og stofnana hér á landi og er-
lendis undir ávarpinu. Þá kemur æviágrip prófessorsins, stutt og kjarnyrt,
ritað af séra Benjamin Kristjánssyni, og loks erindin og ritgerðirnar 25 að
tölu, eða öllu heldur 26, því að tvö af erindunum eru undir einni fyrir-
sögn. Lengstu ritgerðimar og þær veigamestu em um Tómas GuSmunds-
son, Þorskabít og Hjört Thordarson, en bezta ræðan þykir mér Landnáms-
og landnema-minrú, flutt á landnámshátíð Nýja-íslands á Iðavelli við
Hnausa 1. júlí 1952, þmngin mælsku og eldmóði. En þessi eru ein helztu
aðalsmerki Ríkarðs. Því hygg ég, að hann njóti sín oft betur á ræðupalli
og í kennarastól en við skrifborðið eins og fleiri orðsnjallir menn og fræða-
sjóir. Að minnsta kosti hefur ekkert ritverk hans hrifið mig eins og maður-
inn sjálfur, er hann flutti sitt ágæta erindi: Yrkisefni vesturíslenzkra skálda
í Háskóla Islands vorið 1954. Það erindi hefði ég gjaman viljað sjá í þessari
vönduðu bók. En vitanlega getur alltaf verið álitamál, hvernig velja beri í
svona rit, þegar um margt er að kjósa, en rúm takmarkað.
Mér telst svo til, að nálega helmingur greinanna í bókinni sé um skáld,
þar af þrjár um Stephan G. Em verk skáldanna dæmd af mikilli þekkingu
og sanngirni. Má vera, að sumum finnist lofið fullnóg sums staðar. En
Beck mun eigi tamt að fordæma skóginn, þó að hann finni þar eitt lauf-