Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 284
278
Ritfregnir
Skírnir
blað fölnað, heldur mælir hann tré hvert, þar sem það er hæst. Eitt græna
tréð, sem hér er vakin athygli á, nefndi sig Þorskabít. Sá stofn hefur enn
eigi verið metinn að verðleikum. Og svo er um fleiri.
önnur erindi og greinar í bókinni eru tækifærilegs efnis, eða þau fjalla
um aðra merkismenn en skáld, svo sem Hjört Thordarson hugvitsmann,
Svein Björnsson forseta og SigurS GuSmundsson rektor Menntaskólans á
Akureyri. Býst ég við, að ýmsum þyki einna merkilegust alls í bókinni lýs-
ingin á Hirti, sem eigi aðeins gerði stórmerkar uppgötvanir i rafmagns-
fræði, líkt og Edison, heldur jós hann líka út fé til líknarstofnana og kom
sér upp fágætu bókasafni, sem frægt er orðið og nú í eigu Wisconsinháskóla.
Svo sem Hjörtur færði út svið þekkingarinnar í rafmagnsfræði með
snilldargáfum og óþrotlegri elju, þannig hefur og Richard Beck numið is-
lenzkri tungu og bókmenntum miklu víðáttumeira land á vestrænni grund
en henni var áður markað og miðlað óspart af nægtabrunni kunnáttu sinn-
ar með þeim eldmóði og ötulleik, sem ég veit engin hliðstæð dæmi til, nema
ef vera skyldi dr. Stefán Einarsson prófessor í Baltimore. Hann hefur brun-
að heimshafanna milli í Vesturálfu og flogið yfir á strendur Islands og
Skandinavíu til að flytja erindi fleiri en tölu verði á komið um íslenzk og
norræn efni.
Starf Ríkarðs minnir helzt á Amgrím lærða, Guðbrand Vigfússon og
Eirík í Cambridge á sínum tíma. En Beck lætur sér eigi aðeins nægja
kennslu og kynning íslenzkrar tungu og bókmennta út á við, heldur heyrir
hann og grös gróa í heimahögum og vökvar allan nýgræðing með dögg holl-
vilja, umhyggju og sanngimi framar flestum eða öllum þeim, sem um ís-
lenzkar bókmenntir dæma, lærðum jafnt sem leikum. Beck treystir því
landvarnir íslenzkunnar bæði hér heima og erlendis. Og hann berst þar
jafnan, sem mest er raunin, eins og sagt var um íslenzka menn fyrr á öld-
um, er þeir áttu í höggi við ofbeldisöfl.
Að íslenzkri menningu steðja nú ýmis slík öfl. Mér finnst engin fjar-
stæða að líkja þeim, sem berjast við þau, við fornkappa. Hinir traustustu
minna á skipstjórnarmenn eða stafnbúa. Og nú dettur mér í hug Svoldar-
orrusta, sem Ölafur Tryggvason og hans menn háðu gegn ofurefli liðs.
Stafnbúi Ölafs var Úlfur rauði. Hefur svar hans við aðdróttun konungs
frægt orðið: „Þér vinn ég það, er ég vinn.“
1 æviágripi Becks eftir séra Benjamín og hinu skemmtilega Ávarpi pró-
fessorsins á Sjómannadaginn 1954 er þess getið, að hann hafi stundað sjó-
róðra í æsku og verið bátsformaður. Með kappi sægarps hefur Rikarður
sótt allt nám og starf. Mér finnst, að stafnbúastarf hefði verið honum sam-
boðið. Meðan íslenzk menning á marga útverði og stafnbúa sem Richard
Beck prófessor, er hún í engri hættu stödd. Og svo að enn sé minnt á eina
forna frásögn, langar mig til að bæta við: Hann veit ég flestum dyggari
vera og drottinhollari.
Þóroddur GuSmundsson.