Skírnir - 01.01.1958, Side 285
Skímir
Ritfregnir
279
Jakob Thorarensen: Aftankul. Helgafell. Reykjavík 1957.
Fá skáld eru sjálfum sér samkvæmari en Jakob Thorarensen. Þó eru and-
stæðumar í eðli hans ríkar. Hann er íhaldssamur, en um leið frjálshuga;
vandlætingagjarn, en tekur þó létt é hlutunum; kaldur á ytra borði, en
hjartahlýr; glettinn, en alvörumikill; fornlegur og heimakær, en jafnframt
ferðarokkur viðs vegar á heimsborgaravisu.
Sumt af þcssu er augljóst við lestur Aftankuls. Annað skilst aðeins við
kynni af manninum eða af samanburði verka hans á ýmsum aldri. Ungur
að érum gaf hann út Snœljós með sínum „glettnu glömpum“ á yfirborði
og þunglyndislegu alvöru undir niðri, vítum á aldarfarið og lofsöngvum
um manndygðimar. Ýmsa hneykslaði hann með bersögli, aðrir hrifust af
einurð hans, en öllum fannst hann skemmtinn og hressilegur.
Glettnu glömpunum með undirstraum alvöm bregður enn fyrir, en vít-
urnar á aldarfarið mega sín þó e. t. v. enn meir. Sjá t. d. Fáein sannleiks-
korn, Jólabrjál, HvaS hyggst þú fyrir?
1 Tvennum tímum er rakin saga af skorti og óáran með von um batn-
andi líf á hæðum, unz þægindi og skemmtanir gera menn kröfuharðari
um sæluna þar efra:
En þetta er nú breytt svo, að þægindin mest eru á jörðu,
með þróun í samgöngum veitist mér óslitið ball.
Að sömu menn vita, að á himnum þeir kenna ekki á hörðu,
en hvort mun þar efra nóg lýðræði, bensín og trall?
Þó er ef til vill EySijarSir bezta kvæðið af þessu tagi. En það nýtur sin
aðeins í heild.
Skéldið deilir vægðarlaust á aldarfarið og siðgæðismeinsemdir vorar
eins og forðum daga, þegar það kvað Ágústnótt í Reykjavík, Skugga-
myndir og SambýliS á JöSrum. Augað er jafnglöggt og á yngri árum,
siðgæðismeðvitundin ósljóvguð, ábyrgðartilfinningin söm. Yfirsýn skálds-
ins er aðeins meiri. Hliðstæð Snæljósakvæðunum, sem ég nefndi, eru
kvæðin Spurt og svardS, JörvagleSir og Tákn tímans, enda er skáldinu
þar römm alvara. Svo mun og vera miklu oftar en fljótt á litið kann
að virðast. Kem ég þá að jákvæðari þáttum bókarinnar og í skáldskap
Jakobs yfirleitt.
Allt frá því að Snæljós komu út 1914, hefur mér jafnan verið einna
ríkast i hug kvæða Jakobs AS fjallabaki. Eiginlega hefði sú bók mátt hefj-
ast á því kvæði. Svo góða innsýn gefur það í sál skáldsins, markar svo
glögga stefnu, að velflest helztu síðari verk hans eru ekkert annað en
áfangar á þeirri leið, sem með því var mörkuð. Efnið er vegferð einstak-
lingsins í lífinu, ferill þjóðarinnar, þróun mannkyns og þroskamark,
ábyrgðin, sem fylgir hverju þvi spori, sem stigið er. Við athugun á bók-
um Jakobs má sjá, að honum verður þetta efni æ tamara til meðferðar
með árunum. Telja mætti upp mikinn fjölda kvæða og ófáar sögur, sem
fjalla um það. En aðeins fá dæmi verða látin nægja. Likingin um veg-
ferðina er ýmist tekin af göngu barns á gólfi (Lagt á jjalliS, Haustsnjóar),