Skírnir - 01.01.1958, Page 287
Skírnir
Ritfregnir
281
hlakkar til að hitta aftur þá, sem luku ferðinni á undan honum, og eins
hina, sem vænta má, að hann yfirgefi á miðri leið, því að tryggð hans
og vinfesta eru með fágætum:
Samferðamenn, nú sést, hvert vörður benda,
sígur að aftni, húmi slær á fjöll,
fákarnir slæptir, ferð vor senn á enda,
fýkur í slóð, unz hverfa sporin öll,
oss mun }>ví bezt að láta hér við lenda,
leita nú skjóls í blárra drauma höll.
Samferðamenn, þó senn við skilja kynnum,
sjáumst við aftur lífs á hærri slóð,
yngdir og hressir, ugglaust mikið vinnum,
aukum og vöxtum þroskans dýra sjóð,
því áfram mun stefnt, og aldrei sókn við linnurn. —
Eflist vort kyn og blessist land og þjóð.
Að lokum þakka ég Jakob Thorarensen fyrir þann kafla, sem við höf-
um átt samleið, og óska, að æviferill hans verði sem lengstur.
Þóroddur GuSmundsson.
Jakob Jóh. Snióri: ViS djúpar lindir, kvæði. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs, Reykjavik 1957.
Milli vita, en frá mér numinn af hrifningu, las ég Kaldaverrnsl, fyrstu
ljóðahók Jakohs Smára. Sjúkur af útþrá teygaði ég þennan svalandi drykk,
sem gerði þó ekki annað en æsa löngun mina enn þá meir. Mig dreymdi
suðræna Eden og sá eyjamar Wak-al-Wak hilla í sænum. Nokkru síðar
fékk ég í hendur Hundrað beztu Ijóð á íslenzka tungu, valin af Jakob
Smára, og undraðist, að hann skyldi láta ógert að taka ljóð eftir sjálfan
sig í það safn.
Síðar komu fleiri hækur eftir Jakob. Ég nefni aðeins ljóðin: Handan
storms og strauma 1936, Undir sól að sjá 1939 og loks þessa nýju bók.
Á þeim öllum hef ég fengið álíka miklar mætur, þó að hljótt hafi verið
um þær og höfund þeirra, hljóðara en nokkurt annað samtimaskáld, sem
tekið hefur sér sæti jafninnarlega á Bragabekk, því að þar er hann rétt
við öndvegið. Sérstaklega eru sonnettur hans vandaðar. í meðferð þess
háttar er Smári snjallastur islenzkra skálda.
Yfirleitt bera sonnetturnar lika af öðru, sem Smári yrkir, og lýsa hon-
um bezt. Fer því vel á að virða þær fyrir sér í upphafi. Þar mætti og
finna skýringu á þeirri óverðskulduðu þögn, sem er um þennan breið-
firzka svan. Frá sonnettum hans andar friði og hægum blæ. 1 þeim eru
sjaldan hörð orð, aldrei bein ádeila. Þessi ljóð eru mild, bljúg og blið,
dreymin og dulræn, eins og skáldið lýsir vatninu í samnefndri sonnettu.
Vatnið er ekki meðal beztu kvæða bókarinnar, en táknrænt að þessu leyti: