Skírnir - 01.01.1958, Side 288
282
Ritfregnir
Skírnir
Það letrar sína sögu á tímans blað,
þótt sökkvi fjöll og aftur risi lönd.
Hér er átt við lygnt og dreymið vatn, hvorki bylgjur, flúðir né fossa.
Um Jakob Smára stendur enginn styr. Fá skáld eru meiri friðflytjendur
en hann. Þess vegna leitar hann oft vestur i Dali, þreytist aldrei é að
syngja þeim lof og dýnð. Sjá Þrílita fjólu, Kvennabrekku, Á æskustöfív-
unum. Þar ríkir alltaf kyrrð og friður. Af sömu þré flýr skáldið úr veizlu-
salnum, þar sem glaumurinn ríkir, út í kvöldblæinn undir stjörnublys-
um; sjá Sumbl. Minnir það ljóð á alkunnugt kvæði eftir Gröndal, án
þess að nein stæling sé, aðeins andlegur skyldleiki, en alger andstæða við
Storm Hannesar og margt fleira af því tagi. Eitt fegursta kvæðið í bók-
inni heitir FriSarey (Fair Island, milli Orkneyja og Hjaltlands), ímynd
sælu og öiyggis utan við skarkala heimsins. Allt eru þetta sonnettur.
Auðvitað fylgir einnig fleiri háttum skáldsins sami hugblær: Örói dags-
ins dvin, Kom svefnsins blíSa bylgja, Úr djúpi þagnar. Svefninn er kær-
kominn, þvi að hann lætur í té farkost frá stormaströnd til friðareyjar:
Og horfnar tungur tala
þar tryggðum helgað mál.
Að baki djúpra dala
þar dvelst hin Eina Sál.
Hér nálgumst vér dulskynjun skáldsins og trúarreynslu, sem eigi fær
notið sín nema í fullkominni þögn. Þar er líka uppspretta söngsins:
Úr djúpi þagnar hefjast ótal ómar,
ástarþrungið, himneskt dýrðarlag.
Jakob Smári er ef til vill vort bezta trúarskáld eftir Stefán frá Hvíta-
dal. I þessari bók eru nokkrir sálmar, þeirra á meðal hinn fagri jólasálm-
ur Ó, Jesúbarn og Fagna þú, sem báðir hafa verið teknir í sálmabókina
nýjustu, og fleiri andleg ljóð. Minnisstæðast þeirra nefnist Fávitar. Þar
lýsir skáldið opinberun, sem það verður fyrir á fávitahæli. Dýrð guðs
birtist því að baki hrörlegum hjúp eymdar og böls. Hhnneskir ómar ber-
ast að eyrum þess. Fjötramir falla áf við áhrif bamstrúar og miskunnsemi:
Og arfinn, sem allir menn smáðu,
var orðinn að dýrmætri rós.
Breyting þessi verður einmitt af völdum guðs kærleikans, sem er um leið
fursti friðarins og skáldið tignar.
Vera má, að sumum finnist sú tilbeiðslukennda kvöldró, sem einkennir
mörg kvæði Smára, fábreytt um of. En hvenær verða menn leiðir á
kvæði eins og ViS verkalok eftir Stephan G. Stephansson? Boðskapur þess
er einmitt: yndi, blíða, fegurð, sáttfýsi og friður — hinn sami og kvæða
Jakobs Jóhannessonar Smára. Skylt er og að minnast þess, að í hörpu
hans em fleiri strengir, þó að sjaldnar séu slegnir. Ýmis söguljóð og ætt-