Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 289
Skirnir
Ritfregnir
283
jarðarkvæði sýna, að hann á til kraft og kjarna. Sjá því til sönnunar Bál-
för Haka konungs í UruJir sól aS sjá og Ávarp Fjallkonunnar í þessari
nýju bók. Það stendur ekki að baki neinu kvæði, sem ég hef lesið um
það efni.
Um þriðjungur bókarinnar eru þýðingar á ljóðum eftir ýmis Vestur-
landa skáld. Þó að mér finnist sumar þeirra ekki gerðar af jafn-snurðu-
lausri list og flestöll frumortu kvæðin, er þar margt fagurt að finna. Mest
snertir mig EinstæSingsskapur (Wilcox) og kvæðin eftir Lenau. Með
nýstárlegustum fegurðarblæ eru þó Japönsk IjóS, örstutt, aðeins ein eða
tvær visur hvert, fáguð og hnitmiðuð, ýmist gleði- eða sorgarandvörp,
oftast þó hið siðar nefnda. Sem dæmi um þennan austræna gróður í ís-
lenzkum búningi, tek ég eina visu af handahófi, frumorta af samtiðar-
manni Egils Skallagrimssonar:
Yllirinn, skreyttur litaljóma í gær,
lémagna hengir niður blómin skær.
Ég sé það, og mér ómar huliðstal,
að eins og blóm ég líka visna skal.
Þegar þessi japönsku ljóð komu í EimreiSinni, sagði við mig ljóðaunn-
andi mikill: „Hvers vegna er Smára svo sjaldan getið?“ Mér varð svara-
fátt, en minntist löngu liðins tíma, þegar ég bar gæfu til að njóta leið-
sagnar Jakobs og þiggja af honum örvandi ráð. Að loknum þeim góð-
gerðum barst í orð skáldskapur, m. a. Ijóðagerð Smára sjálfs, er hann vildi
raunar lítið um tala, og ég lýsti aðdáun minni á uppáhaldskvæði mínu
eftir hann, Wak-al-Wak. Skáldið eyddi þeim umræðum. „Þingvellir eru
mitt skásta kvæði,“ voru Smára óbreytt orð um þá ljóðperlu, sem er fágæt
að fegurð.
„Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa.“ Jakob Smári hef-
ur ritað sína sögu á tímans blað í islenzkri ljóðlist. í þeirri sögu er
hvorki vopnabrak né flugvélagnýr, eigi heldur atómorka eða gervimána-
glit. Af því blaði stafar angan reyrs og blóðbergs, litbrigði brekkusóleyjar
og sindur frá morgundögg. Ljóð hans eru fyrst og fremst breiðfirzkrar
náttúru, en rammíslenzk um leið, þó að flest þeirra séu í ætt við það
mildasta, sem land vort á. Þau bera persónulega blæ göfugs uppruna, en
eru þó svo almenns eðlis, að þau geta túlkað innstu þrá hjartans, hvar
sem er á jörðinni.
Þóroddur GuSmundsson.
Sigurður Einarsson: Yfir blikandi höf. Rangæingaútgáfan, Reykja-
vík 1957.
Þetta er fjórða ljóðabók séra Sigurðar — og sú bezta að mínum dómi.
Með þeim úrskurði hef ég ekki fyrst og fremst i huga þá staðreynd, að
nú hefur skáldið tekið til meðferðar stærra viðfarigsefni en nokkurn tíma