Skírnir - 01.01.1958, Qupperneq 290
284
Ritfregnir
Skírnir
áður, þar sem Skálholtskviðan er, svo mikils virði sem hún þó kann að
vera. Um hátíðaljóðin hafa mér æðri dómarar fjallað, svo að ég leiði minn
hest frá því, enda mun sá hluti bókarinnar vera flestum kunnur, að
minnsta kosti þeir kaflar, sem fluttir voru á Skálholtshátíðinni, og því
sízt þörf á að kynna þann kvæðaflokk. Staðhæfingu mína reisi ég á þeim
rökum, sem nú skal greina og ein skera úr um það, hvenær skáldi tekst
bezt: Því tekst hezt, þegar lesanda eða áheyranda finnst það oftast og
brýnast eiga við sig erindi.
Hvern boðskap flytja þá Blikandi höf og í hvaða kvæðum? Fyrst og
fremst flytja þau fögnuð yfir lífinu, þótt hverfult sé eins og þau og mis-
heppnað á marga vegu. Eitt þeirra kvæða, sem ég hef oftast lesið í bók-
inni, heitir Veröld, kæra vina mín. I því eru þessar vísur:
Yndisgjöm var öndin mín,
yfir fomum vegi ljómar.
Hýrleit börn og blóm og vin,
bjartar stjömur, meyja rómar.
Því er bezt að harma ei hátt,
halli vestur degi prúðum,
jarðar gestur get ég brátt
glaður setzt að hinztu búðum.
Veröld, kæra vina mín,
varmur hlær og morgunþýður
yfir skæm engin þín
enn þá tær og mildur líður.
Seinna í sama kvæði segist skáldið vera „ólæknandi af bjartsýninni".
Og svipuð lifsskoðun kemur víðar fram. Sjá Sögnirta um Þessevs, Sœmund
fróSa, Benedikt á AuSnum o. fl. Á það hef ég áður bent, að æskulýður
landsins ætti hauk i homi, þar sem séra Sigurður er. Að því leyti sem
öðm er hann samur við sig og fyrr. Nægir að henda á SumarkveSju til
íslenzkra skólabarna og Hvers skyldi ég óska þér (kveðja til Skóganem-
enda). Hvaða skáldskapargildi hafa slik ávörp? mætti spyrja. Ég svara:
Mér finnst skáldið eiga við mig erindi, um leið og það ávarpar ungu kyn-
slóðina. Þá er hvorki til einskis ort né lesið:
Það er ekki tiðast hið einstaka hrösunarspor,
en amlóðans nauma sérhlifð, sem dæmir vort þor
þeim dómi, sem hvorki drottinn né lífið vill náða.
Jafnframt þeim lífsfögnuði, sem ég drap á og gætir miklu meir í þess-
ari bók en í flestu eða öllu því, sem frá yngri skáldunum kemur, birtist
aðdáun á karlmannlegu þreki og kvenlegri fórnarlund í rikum mæli. Hið
fyrmefnda sést hvergi betur en í kvæðinu um Látrabóndann. Þó að sum-
um kunni að þykja þar nokkuð djúpt tekið í árinni, fyrirgefst það fúslega
sökum þeirrar hressilegu kímni, sem þessi fágæta mannlýsing er gædd: